Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 9
9
fslandi 1880—1881 6557 manns. J>að er nú reyndar
ekki ólfklegt, að í tölu þessara manna hafi verið
nokkrir, sem ekki hafi haft kosningarrétt, enn ég verð
þó að ímynda mér, að þeir sé fáir, og að þeir sé
að líkindum fleiri, sem ekki eru taldir kjósendr, enn
hefði átt að vera teknir með. Ég hefi orðið þess var
af viðtali við nokkra menn úr ýmsum sveitum, að þeir
hafa álitið, að einstöku kjósendum hafi verið gleymt.
J>að er heldr ekki svo undarlegt. Fyrst og fremst
er áhugi almennings á kosningum ekki að jafnaði svo
mikill, að menn ómaki sig — stundum nokkra leið —
til að gæta þess, hvort þeir sé taldir á kjörskrá, eða
svo mikill, að þeir einu sinni spyri sig fyrir um það,
og í öðru lagi mun það oft vera örðugt fyrir hrepps-
nefndina, að vita nákvæmlega, hvort sá eða sá er orð-
inn fullra 25 ára gamall, þótt henni sé öll önnur skil-
yrði kunn, nema einhver nefndarmaðrinn geri sér
ómak til þess að fá að vita það. Kjósendr eru því
ef til vill lítið eitt fleiri, enn í skýrslunni. þessir menn
eru nú eiginlega það, sem kallað er hin íslenzka þjóð;
upp á þeirra ábyrgð hallar andi löggjafarinnar sér í
hina eða þessa stefnu, og það er hygni þeirra og fram-
sýni, eða heimska þeirra og fordómar, sem óbeinlínis
setr þeim sjálfum og eftirkomendum þeirra lífsregl-
urnar. Ef aldr kjósenda hefði verið settr 30 ár, eins
og í Danmörku, í stað 25 ára, hefði kjósendr verið
550 mönnum færri enn þeir eru nú.
Ég get ekki leitt hjá mér að fara hér nokkrum
orðum um, hvort íslenzka stjórnarskráin heimili lands-
búum mikið eða litið pólitiskt frelsi. Mælikvarðinn
fyrir því er sér i lagi kosningarréttrinn. þ>vi önnur
pólitisk réttindi, sem alment eru viðrkend, eins og
ritfrelsi, málfrelsi, frelsi til að stofna félög með lögleg-
um tilgangi, og samkomuréttrinn, eru aldrei bundin við
það, að sá sem vill neyta þeirra hafi neina sérstaka