Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 11
pólitísk réttindi, getr kosið, nema þeir i) sé dœmdir
til harðrar refsingar, eða dœmdir á æru, og eru ýms-
ar ákvarðanir um, hverjar sakir hafi áhrif á kosningar-
réttinn; stundum er fangelsi nóg til að sá dœmdi missi
réttinn, sé brotið þess eðlis. 2) sé gerðir ómyndug-
ir eða sé gjaldþrota. Kosningarnar eru einfaldar, og
kosningarréttrinn hinn svo nefndi „almenni kosning-
arréttr11.
Kosningarréttrinn til neðri málstofu alsherjar-
þingsins, þjóðþingsins, í Sviss er einnig almennr, og
kosningarnar einfaldar. Hjá Frökkum kýs hvert
kjördœmi 1 þingmann, enn Svisslendingar haga kjör-
dœmum sínum svo, að þau velja 1—5 þingmenn, og
er það líkt og á íslandi, þar sem sum kjördœmi velja
1 enn hin 2 þingmenn. Hin almenna stjórnarskrá sviss-
nesku bandafylkjanna (lög 29 maim. 1874, 74. gr.) á-
kveðr, að hver svissneskr borgari megi hafa kosningarrétt
til þjóðþingsins (neðri málstofunnar), sé hann fullra 20
ára og hafi kosningarrétt og kjörgengi í heimilisfylki
sínu. Til efri málstofunnar velr hvert fylki 2 menn,
eftir þeim reglum, sem það hefir sjálft sett sér, og
er það þá vanalegast, að þing fylkisins veli þá, og
eru þær kosningar þvf tvefaldar. Hvert fylki hefir
þannig vald til að ákveða kosningarrétt þegna sinna
til þjóðþingsins, að því einu undan skildu, að kjósandi
verðr að vera tvftugr og borgari. Enn þrátt fyrir
það munu flest fylkin í Sviss hafa svipaðar ákvarð-
anir um kosningarréttinn. Stjórnarskrá Ziirichs 31.
marz 1869 18. gr. tekr kosningarréttinn af þeim
mönnum, 1) sem eru gerðir ómyndugir; 2) af þeim,
sem eru dœmdir sekir í glœp eða yfirsjón, sem skerð-
ir æru þeirra; 3) þeir, sem verða gjaldþrota og eiga
sjálfuin sér um að kenna, missa kosningarréttinn 1 —10
ár; 4) þeir sem þiggja sveitarstyrk, missa réttinn fyrir
þ inn tfma, sem þeir eru á sveit. Stjórnarskrá fylki-