Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 14
»4
ingjar, sem vóru útnefndir af konungi, ýmsir embættis-
menn þingsins, meðlimir riddaraorðnanna, allir há-
skóladoktorar, málfœrslumenn við yfirréttinn, menn
sem höfðu nótaríalstörf á hendi, lyfsalar, brakúnar o.
fl. kosningarrétt, án tillits til þess, hvort þeir greiddu
hinn ákveðna skatt eða ekki. Verzlunarmenn, lista-
menn og iðnaðarmenn höfðu kosningarrétt, ef þeir
greiddu i húsaleigu minst 200 lírur (c 144 kr.), ef
þeir bjuggu í hrepp eða sveitarfélagi, sem ekki hafði
full 2500 íbúa, enn eftir því sem mannfjöldi sveitarfé-
lagsins var meiri, átti húsaleigan að vera hærri, enn
hæsta húsaleiga, sem átti að greiðast, til þess að
gjaldandinn hefði kosningarrétt, vóru 600 lírur (c 432
kr.). Skipstjórar á verzlunarskipum, og forstöðumenn
fyrir hverju helzt iðnaðarfyrirtœki sem var, þar sem
30 manns, karlar eða konur, höfðu daglega atvinnu,
þurftu að eins að greiða 20 lirur (c 14 kr. 40 a.) eða
borga þá húsaleigu, sem ákveðin var fyrir verzlunar-
menn í því sveitarfélagi. Hver sem gat sannað, að
hann hefði stöðugt í 5 ár haft 600 lirur (432 kr.) í
laun af ríkissjóði, og sem fœrði rök fyrir því, að hann
eingöngu af fasta heimili sínu greiddi þá húsaleigu,
sem verzlunarmenn áttu að greiða í hans sveitarfélagi,
hafði kosningarrétt. Lög ítala höfðu þess utan ýmsar
ákvarðanir um það, hvernig reikna skyldi skattinn,
sem útheimtist til kosningarréttarins. Sá sem galt
skatt af fasteign, og hafði leigt hana fyrir 9 ár með
löglegum samningi, mátti ekki reikna sér í vil meira
enn 4/5 hluta skattsins; '/5 hluti er talinn leiguliðanum
í hag. Ef tekjur af eignum barna runnu inn til föður
þeirra, mátti hann telja þann skatt, sem greiddr var
af þeim, sér í vil; ef gift kona galt skatt, var hann
talinn sem maðr hennar hefði goldið hann ; ef ekkja eða
kona, sem skilin var við manninn, greiddi skatt til rík-
issjóðs, var hann reiknaðr sonum hennar í hag. Fleiri