Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 16
l6
grundvallarlögin setja, svo það þarf breytingar á
stjórnarskránni til þess að geta lækkað skattinn. þriðju
ákvörðuninni er framfylgt þannig, að enginn kjósandi
er settr á kjörskrárnar, nema fœrð sé rök fyrir þvi,
að hann það ár hafi verið Settr í 30 kr. skatt, og að
hann hafi borgað skattinn. Stundum er jafnvel heimt-
að, þegar skattrinn er þess eðlis, að hann er að mestu
leyti bygðr á framtali gjaldanda sjálfs, að skattrinn
hafi verið greiddr tvö síðustu árin á undan kosning-
unni; það er gert til þess, að menn ekki geti svikizt
inn á kjörskrárnar með því að gjalda hærri skatt viss
ár, enn þeir eiga að gjalda. Annars eru ýmsar á-
kvarðanir i kosningarlögunum um það, hvernig skatt-
inn skuli reikna, og eru þær líkar og hjá ítölum; erf-
ingi má reikna sér skatta þá, sem arfsali hefir greitt
kosningarárið; maðrinn má reikna sér skatta konu
sinnar, meðan þau ekki hafa slitið sambúð ; taðir má
eigna sér skatt, sem börn hans greiða, hafi hann fé
þeirra undir hendi, eins og í Ítalíu. þ>riðju ákvörðun-
inni fylgir líka töluvert umstang fyrir kjósandann, sem
ekki er þýðingarlaust; hann á nefnilega sjálfr að sanna
kosningarrétt sinn, og þarf því að fá vottorð frá skatt-
heimtumönnunum, bæði fyrir því, að hann hafi verið
settr í nógu háan skatt, og fyrir því, að þessi skattr
sé borgaðr; þessi vottorð munu vera hin vanalegustu
sönnunarmeðul kjósandans, þótt kosningarlögin heim-
ili honum að nota í þessu efni öll þau sönnunarmeð-
ul, sem löggjöf landsins gerir ráð fyrir. Kosningar-
rétt geta þó eigi þeir menn haft, 1) sem hafa mist
hann með dómi; 2) eru gjaldþrota, eða eigur þeirra
kyrrsettar, og missa þeir réttinn þangað til þeir hafa
fullkomlega borgað skuldunautum sínum; 3) getr eng-
inn haft kosningarrétt, sem vitanlega heldr hóruhús,
eða hús sem ætlað er til ólifnaðar; 4) þeir sem hafa
verið dœmdir til harðrar hegningar, eða hafa þolað