Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 20
20
hafa sömu aðferð. Nú safna báðir flokkarnir atkvæð-
um, sendimenn þeirra og þingmannaefni koma á hvern
bœ, sem kjósandi býr á, og ganga í hvert hús í kaup-
stöðum, og sendimenn a-flokksins koma svo heim aftr
úr leiðangrinum, og segja nú fyrirliðum sínum, að þeir
hafi fulla vissu um, að 34 heimili af hverjum hundrað
kjósi þeirra menn, og svo hafi þeir í hverju kjördœmi
fengið áreiðanlegt loforð um fylgi á kjördeginum frá 1
kjósanda þess utan, sem hljóti að ríða svo baggamuninn.
að þessir 30 þingmenn sem velja skuli, verði allir úr
þeirra flokki. þrátt fyrir það, þótt Æ-flokkrinn fái öll
þau atkvæði, sem a ekki fær, því að þeir hafi í hverju
kjördœmi einu atkvæði fleira enn hinir. Enn fremr
má setja svo, að annaðhvort allir kjósendr mœti á
kjörfundi og gefi atkvæði, eða að jafnmarga vanti úr
hverjum flokki, eða þá að kosningarlögunum hafi t.
d. verið breytt þannig áðr, að hver kjósandi fái seðil
til að skrifa nöfn þeirra þingmanna á, sem hann vill
velja, og hreppstjóri, hreppsnefndar oddviti, eða maðr,
sem til þess er valinn, safni öllum atkvæðaseðlunum
saman, sjái um að þeir sé fyltir, og flyti þá til kjör-
nefndarinnar, sem síðan leggr saman atkvæðin, sem
hver fær. yí-flokkrinn er því viss um algerðan sigr,
enn eftir því sem fréttirnar koma af kjörþingunum,
verðr hann meira og meira forviða, þvi við atkvæða-
greiðsluna hefir komið í ljós, að afhverjum 100 heim-
ilum höfðu kosningarrétt:
1. í Barðastrandarsýslu.........................80.9 k
2. - Rangárvallasýslu ..........................79.1
3. - Dalasýslu..................................79.0
4. - Skaftafellssýslu...........................77.0
5. - Norðrmúlasýslu.............................74.0
6. - Árnessýslu.................................73.9
7. - Strandasýslu..............................73.1
8. - Mýrasýslu..................................71.7