Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 22
2?
enn kemr eflaust harðast niðr á Reykjavik; hvað
mörg heimili hún svifti kosningarrétti er óvist, því
bæði eru áraskifti að þessum flutningum sýslna á
milli, og svo kemr ákvörðunin ekki út í lífið nema
sjötta hvert ár. Akvarðanir stjórnarskrárinnar um,
hve hátt gjald kaupstaðarborgarar og þurrabúðarmenn
skuli greiða til sveitar, koma einkum niðr á kaup-
stöðunum og sjóarplássunum, og virðast hafa sérstak-
leg áhrif á tölu kjörheimila í Reykjavík, Kjósar- og
Gullbringusýslu og á Vestmanneyjum. An þess ég að
svo stöddu geti fœrt sönnun fyrir því, hvers vegna kjör-
heimili eru svo mörg i Barðastrandar-, Rangárvalla-,
Dala-, Norðrmúlasýslu o. s. frv., ímynda ég mér, að
það komi af því, að sveitarþyngsli sé þar minni enn
annarstaðar1. Að Reykjavík, sem er i uppgangi,
stendr lægst, hvað kjörheimili snertir, kemr af ákvörð-
unum um, að vissir menn skuli greiða svo og svo mik-
ið til sveitar, sem virðist vera mjög óheppileg, því í
hrepp eða kaupstað með miklum sveitarþyngslum
greiðir nærri þvi hver maðr 12 kr. til sveitar, enn i
Reykjavík má það heita efnaðr tómthúsmaðr, sem
greiðir svo hátt til hennar; eða með öðrum orðum, að
meðan þessi ákvörðun er lög, fer kosningarréttr margra
kaupstaðarborgara og tómthúsmanna eftir því, hvort
heimilishreppr þeirra er fátœk eða rík sveit, þó þann-
ig, að fátœku sveitirnar hafa marga kjósendr, enn
hinar fáa. þ>egar stjórnarskráin var samin, vóru þessar
ákvarðanir eðlilegar, því þá varð kosningarréttr þess-
ara manna ekki bundinn við neinn beinlinis skatt, því
þeir svöruðu engum skatti, enn það er öðru máli að
gegna nú.
I) f>að er mjög óheppilegt, að skýrslurnar um efnahagi sveitarsjóð-
anna skuli ekki vera gefnar út, því sveitarþyngslin hér á landi eru án
efa það, sem nú á dögum stendr landinu mest fyrir þrifum; þaðan koma
þyngstu álögurnar.