Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 26
r
26
því, að úr þeim hreppi, sem kosningin fór fram í,
komu jafnan flestir, enn þess færri sem hrepprinn lá
lengra í burtu frá kjörstaðnum, svo að úr kjörhrepp-
unum komu 46.9 kjósendr af 100, enn úr öllum hinum
sveitunum 20.7 afhverjum hundrað kjósendum; af öll- i
um kjósendum komu eins og áðr er sagt 24.7, enn í
Danmörku sœkja kjörfundi, og gefa atkvæði alt að
helmingi allra kjósenda, og stundum meira, oftast
nokkuð yfir 35 af 100 kjósendum,, enn við einstöku
kosningar, síðast 1858, mœttu að tiltölu færri kjósendr
í Danmörku enn á íslandi 1880 og 1881l.
Fyrir utan þær ástœður fyrir fámennum kjörfund-
um, sem nú hafa verið taldar, er ein enn, sem ekki
mun gera minna að verkum, enn nein hinna, og það
er almennr skortr á áhuga; margir sem hafa kosning-
arrétt kæra sig als ekki um að neyta hans, þeim
„stendr á sama, hver það verðr“, og sitja því heima.
pað virðist svo, sem fjöldi manna geti ekki séð, að á
neitt verulegt gagn sé að alþingi, enn þó getr hver
séð, sem eftir því vill taka, að víða er óljós óánœgja
með allar aðgerðir þess yfir höfuð, og afdrif þess eða
þess máls sérstaklega, enn alvaran er þó ekki svo
mikil, að þessi óánœgja reyni að fá sér talsmenn. Að
minu áliti myndi margir vakna af áhugaleysinu, ef
tveir flokkar væri á þingi, sem hefði mismunandi
skoðanir á ýmsum höfuðmálum. Enn meðan hér um
bil allir nýir þingmenn, sem bjóða sig fram, láta eig-
inlega velja sig upp á það, að þeir sé „framfaramenn“
— í hverja átt, sú framfaramenska gangi, er sjaldn-
ar talað um, því það verðr þá að vera komið undir
kringumstœðunum á eftir, — og þegar þingmenn eru
vanalega ekki valdir í þeim tilgangi, að fylgja neinni
fyrirhugaðri stefnu, annari enn hlynna að framförum í
I) Tekið eftir Falbe-Hansen og Will. Scharling: Danmarks Stati-
stik, 4. B„ bls. 70 og 71.