Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 29
29
ferð og hingað til, þá væri hitt aftr eins œskilegt,
að í flestum eða öllum kjördœmum landsins, að
Reykjavík og Vestmanneyjum frá skildum, væri kosið
á fleirum stöðum enn einum; hve margir þessir staðir
væri, fœri náttúrlega eftir landslagi, fjörðum, vötnum,
fjöllum og ám i hverju kjördœmi, og þær upplýsingar,
sem þyrfti til grundvallar fyrir lagabreytingu í þá átt,
mundi geta fengizt með því, að fá álit sýslumanna,
eða sýslunefndanna, ef lengra væri farið. pótt ekki
væri farið lengra enn svo, að kosið væri á tveimr eða
þremr stöðum í hverri sýslu, þá væri það eitt mikil
réttarbót, sem mundi hafa í för með sér, að helmingi
fleiri kjósendr kœmi á kjörfundi, enn sóttu þá haustið
1880.
f>ótt þessi endrbót væri gerð á kosningarlögun-
um, þá væri hún ein langt frá nœgileg til þess, að
bœta úr ójöfnuði þeim, sem er á milli kjördœmanna,
og þess mannfjölda eða kjósandafjölda, sem sum
þeirra hafa. f>etta hefir verið sýnt hér að framan
(sbr. II), og hér mun því nœgja að benda á, að 48
kjósendr f Vestmanneyjum hafa sama að segja á al-
þingi og 235 í Reykjavík, 232 í Borgarfirði, 303 í
Suðrþingeyjarsýslu o. s. frv., og að öll ástœða væri
til þess, að fœra það svo í lag, að kosningarréttrinn
kæmi jafnara niðr. Með þeirri kosningaraðferð, sem
nú er höfð, yrði þetta lagað að eins þannig, eins og
líka er bent á að framan, að Vestmanneyjar væri
lagðar niðr sem sérstakt kjördœmi, enn partar úr
ýmsum sýslum yrði látnir kjósa annarstaðar, eða látn-
ir kjósa utan sýslu, og niðrröðunin á kjördœmunum
félli þá ekki lengr saman við sýsluskiftinguna, enn
yrði skifting út af fyrir sig; kjördœmin yrði með því
móti ef til vill stœrri enn áðr, eins og líka hefir verið
bent á að framan, enn þegar samt sem áðr yrði kos-
ið á fleiri stöðum enn nú er gert, ætti kjósendr þrátt