Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 33
33
er, og er þannig haldið áfram, þangað til allir seðl-
arnir hafa verið lesnir í gegnum einu sinni. Sé þá
ekki nógu margir kosnir, þá eru seðlarnir lesnir aftr
og aðgætt, hverir af hinum hafi flest atkvæði, og
þeir álitnir kosnir sem hafa flest1. Væri kjósendr t.
d. 6000, og þeir sem velja ætti 30, væri. atkvæðatalan
200; sá sem fengi svo mörg atkvæði væri því valinn.
þessi kosningarmáti hefir það til síns máls, að sé
kjósendr orðnir honum vanir, og þeir viti tölu kjós-
endanna í kjördœminu, þá á hver sá minni hluti, í hverja
stefnu sem hann svo gengr, sem ræðr yfir 200 at-
kvæðum (þegar 6000 kjósa 30), að fá einn þingmann,
hver 600 3 þingmenn, 1200 6 þingmenn o. s. frv. —
Ef þessar kosningar ætti að leiðast hér í lög, þá ætti
langhelzt að gera alt landið að einu kjördœmi, því þá
fyrst næði þær verulega tilgangi sínum, nefnilega
þeim, að alþingi væri eins konar spegill, sem skoðan-
ir almennings sæist i. Enn það er hætt við því, að
hér á landi, þar sem samgöngurnar eru svo strjálar,
að menn á einu landshorninu hafa naumast nokkra
þekkingu á þeim skoðunum, sem eru ofan á á hinu,
mundi minni hlutarnir als ekki geta sameinazt svo,
sem gert er ráð fyrir, og að kosningar á þenna hátt
næði als ekki tilgangi sínum; og þótt öllu landinu
væri skift í t. d. 6 kjördœmi, sem hvert fyrir sig veldi
5 þingmenn, þá er hætt við því, að meiri hlutinn, ef
hann væri eindreginn, mundi kannske kjósa þá alla 5
úr sínum flokki. þótt þessi kosningaraðferð væri,
ef mest er á það litið, að vili þingsins og skoðanir
þess sé sem líkastar skoðunum kjósendanna, eflaust
hin bezta kosningaraðferð, einkum til neðri málstof-
I) Kosningaraðferð þessi er höfð við landsþingskosningarnar í
Danmörku.
Timarit hins islenzka Bókmentafélags. V. 3