Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 38
3»
skólapiltum. Svo bar til einhverju sinni, að Oddr
biskup reið heiman um vetrinn til prestastefnu að
Olafsvöllum; var skólapiltum leyft að fara út og
fylgja honum á hestbak; enn er hann ætlaði að stíga
á bak, vóru sveinar hans ekki viðstaddir; hljóp Brynj-
úlfr fyrstr að hestinum til að halda í ístaðið, enn bisk-
up bannaði honum það og sagði, að annað mundi
liggja fyrir honum enn að halda í ístað sitt, og kvaddi
til þess annan skólapilt, sem þar stóð nálægt. Ragn-
heiðr, móðir Brynjúlfs, andaðist í Holti, 14. nóv.
1636.
Brynjúlfr var í fóstri hjá Bjarna Olafssyni og
Margréti Guðmundardóttur, merkishjónum á Hóli í
Önundarfirði, þangað til hann var þrevetr. Síðan ólst
hann upp hjá foreldrum sinum, til þess er hann fór í
Skálholtsskóla 1617; dvaldi hann þar 6 ár og stundaði
kappsamlega bóknám. Árið 1624 sigldi hann, tvítugr
að aldri, til háskólans í kaupmannahöfn, um leið og
síra Jón Arason frá Ögri og síra Björn Snæbjarnar-
son, sem seinna varð skólameistari í Skálholti, og eft-
ir það prestr á Staðastað.
Brynjúlfr stundaði kappsamlega bókmentir við
háskólann í 5 ár, og hlýddi kostgæfilega fyrirlestrum
háskólakennendanna, og fékk hjá þeim ágætan vitnis-
burð fyrir lærdóm og siðferði. Ár 1629 kom hann
hingað aftr1, og var 2 ár heima hjá foreldrum sínum,
og lagði þá mesta stund á grísku. Bæði árin reið
hann til alþingis til að leita sér embættis og atvinnu,
enn fékk ekki. 1631 komhann í Skálholt fyrir alþingi,
og var lítið að honum bugað. Vigfús Gíslason skóla-
meistari var honum kunnugr í Kaupmannahöfn, og er
I) J>að er að ráða af kirkjusögu Finns biskups, að Brynjúlfr hafi
brugðið sér hingað 1625, til að komast undan drepsótt, sem þá gekk í
Kaupmannahöfn, enn Jón Halldórsson getr ekki um það.