Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 39
39
hann frétti þetta, gerði hann honum boð og bað hann
að koma til sín í Brœðratungu og dvelja hjá sér
nokkurar nætr, heldr enn að ráfa um stéttirnar í Skál-
holti, þar sem enginn sinti honum. fetta boð þáði
hann með þakklæti. þ>ótt Vestfirðingar vildi kjósa
hann til biskups, varð því þó ekki framgengt, og þar
eð hann nú ekki sá sér nokkurn frama veg hér í landi
að svo stöddu, sigldi hann samsumars aftr til Dan-
merkr með ráði og styrk þorláks biskups og Vigfús-
ar Gíslasonar; stundaði hann bóknám enn eitt ár
i Kaupmannahöfn og gerðist kapprœðumaðr mikill,
eins og þá var tíðkanlegt, og segir Jón Halldórsson,
að hann einhverju sinni hafi farið í kapprœðu við dr.
Brochmann, hinn lærðasta mann, og rekið hann í vörð-
urnar; enn þar var fjölmenni mikið saman komið, og
þar á meðal konungr og skyldfólk hans. Dr. Broch-
mann þótti minkun að því, að hafa borið lægra hlut,
og gat ekki litið Brynjúlf réttu auga eftir það1. Eink-
um lagði nú Brynjúlfr fyrir sig gríska tungu, eins og
hann hafði áðr gert. og er það haft til merkis um
frábæra kunnáttu hans i því máli, að hann af hend-
ingu átti tal við grískan frœðimann, sem dáðist að
því, hve vel hann talaði grfsku; vfsaði Brynjúlfr hon-
um leið til Sjálands biskups, dr. Resenius, og lét hinn
gríski maðr undrun sfna í ljósi við biskupinn yfir því,
að nokkur íslendingr skyldi vera svo iærðr, og að slfk-
um afbragðsmönnum væri ekki veitt opinber embætti
eða nokkur sómi sýndr, og var hann þangað til að
ámálga þetta við biskup, að hann bauð honum og
Brynjúlfi til sín, og nokkrum lærðum mönnum, og lét
hann og Brynjúlf tala saman, og varð það Brynjúlfi
til þvílíkrar sœmdar, að biskup skömmu síðar skipaði
hann conrector í Hróarskeldu, og þjónaði hann því
I) Finnr getr ekki um þetta.