Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 43
43
hrörleg, ásamt öðru fleira, sem hann beiddist leiðrétt-
ingar á af Pros Mundt höfuðsmanni, og eftir boði höf-
uðsmannsins setti Jens Sörensen fógeti nokkura valin-
kunna menn til að ransaka og gera út um þetta mál,
og fyrir tilhlutun og milligöngu þeirra komst sú sætt
á í Skálholti, 28. júlím., að þeir Oddssynir, erfingjar
Gísla biskups, fengu Brynjúlfi biskupi nokkurar
jarðir og jarðarparta, sem þóttu jafngilda 500
dölum, og var svo því máli lokið. Sama sumar, 9.
dag ágústmánaðar, var á Skriðu í Hörgárdal haldið
handsalsöl(?) Brynjúlfs biskups og Margrétar Halldórs-
dóttur lögmanns, í viðrvist forláks biskups Skúlason-
ar og margra annara höfðingja, og 30. s. m. var brúð-
kaup þeirra haldið þar með hinni mestu rausn, og
vóru hinir sömu höfðingjar í boðinu. Síðan fóru þær
móðir Margrétar, Halldóra Jónsdóttir (eldri), með 3.
öðrum dœtrum sínum, Valgerði, Helgu og Sigríði,
suðr í Skálholt til heimilis veru. Skjótt sáust merki
til þess, hve ötull ágætismaðr Brynjúlfr biskup var í
embættisrekstri og allri stjórn, því jafnskjótt og hann
kom til stólsins, tók hann til að laga og leiðrétta alt,
sem honum þótti ábótavant, og skal hér hinnar al-
mennu prestastefnu (synodus generalis) fyrst getið. í
fyrsta sinni sem hann hélt hana, 1639, ályktaði hann
með þeim prestum, sem þar vóru saman komnir, að
hina almennu prestastefnu í Skálholts biskupsdœmi
skyldi halda á fingvelli um sama leyti og alþingi, og
með þvi allir prófastar landsins gæti ekki sótt fundinn
sökum fjarlægðar og forfalla, þá skyldi næstu prófast-
ar úr Rangárþingi, Árness-, Kjalarness-, Borgarfjarðar-
og vSnæfellsnessýslum koma árlega til pingvallar á
Pétrsmessu-aftan, og taka með sér greindustu presta, sem
gæti lagt gott til þeirra mála, er upp væri borin, og
af því að þessir prófastar vóru þá ekki allir við stadd-
ir, leitaði biskup bréflega samþykkis þeirra. Enn árið