Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 45
45
vinum. Var þar oft mannmargt með miklum veit-
ingum.
J>essu næst ásetti Brynjúlfr biskup sér að koma
af hinum svo kölluðu helmingadómum, er saman stóðu
af jafnmörgum andlegrar og veraldlegrar stéttar dóm-
endum. |>etta þótti biskupi fráleitt góðum siðum ann-
arstaðar í löndum Dana konungs, og vera hætt við, að
andlegrar stéttar menn flœktist í veraldlegum málum,
eða að dómarnir yrði ómerkir, þegar þá greindi á við
leikmenn; þess vegna hélt hann, að það væri betra,
að andlegrar stéttar menn dœmdi einir andleg mál
eftir fyrirmælum laganna, enn höfuðsmaðr og biskup
væri forsetar. Á þetta féllust meðdómendr hans; þó
liðu nokkur ár þangað til þetta komst á, því Mundt
höfuðsmaðr var því mótfallinn, líklega af því hann var
hræddr um, að vald sitt mundi minka, ef klerkar ein-
ir ætti að dœma málin undir forustu þvílíks biskups.
Enn þegar Mundt fór utan 1643, setti hann í sinn stað
Lárentius nokkurn Nikulásson, sem var aðkvæðalítill
maðr, enn féll sjálfr ári síðar í sjóorustu við Svía.
Árið 1645, 3- dag júním., hélt biskup fund í Væli-
gerði í Flóa með próföstunum í Rangárþingi og Ár-
nessýslu og 13 prestum, og var þar gerð fullnaðar-
samþykt um afnám helmingadóma í Skálholts biskups-
dœmi, og er hún kölluð Vœligerðis dómrx. Hann fékk
þessa samþykt s. á. á alþingi staðfesta af hinum setta
höfuðsmanni og 10 samdómendum, og aftr á Egilsstöð-
um á austfjörðum af 18 prestum, 18. ágúst s. á., og
loks 1646 á Staðastað, 5. sept., af 7 prestum (als af
50 próföstum og prestum).
Kosning og köllun sóknarpresta þótti Brynjúli
biskupi ekki hafa farið eins reglulega fram og skyldi,
og þess vegna bauð hann á hinni fyrstu prestastefnu,
I) Sjá Finns kirkjusögu, 3. p., bls. 657—64,