Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 47
47
og læsi þær ekki upp af blöðum, eins og margir
höfðu áðr gert, heldr prédikuðu upp úr sér. Af því
að honum þótti presta eiðrinn í ordínanzíunni vera
ófullkominn, bjó hann til aðra eiðs fyrirmynd í 15
greinum, sem hann lét þann er vígðist lesa upp
fyrir altarinu með knéfalli, og siðan rita nafn sitt
undir.
Á vísítatsíuferðum sínum lét hann sér ekki lynda
að spyrja börn, grenzlast eftir framferði og embættis-
fœrslu presta og kynna sér ástand og fjárhag kirkna,
eins og lögin fyrir skipa með berum orðum, heldr
hélt hann og iðulega prestastefnur í hinum fjarlægari
héruðum, t. d. í Garpsdal 1639, Vallanesi 1641, Væli-
gerði 1645, Egilsstöðum 1645, Staðastað 1646, Otrar-
dal 1647 og Egilsstöðum 1663 o. s. frv. Á þessum
fundum rœddi hann og feldi úrskurði um kirkjuleg
mál. Hann þoldi engin nýmæli né afskifti veraldlegra
valdsmanna af andlegum málum. Hann kom betra
skipulagi á árgjald af brauðum til fátœkra uppgjafa-
presta, enn áðr hafði tíðkazt, því áðr var jafnt útsvar
lagt á hin fátœku og hin betri brauð, enn hann jafn-
aði niðr og til tók, hve mikið hvert brauð skyldi ár-
lega greiða, eftir tekjuupphæð þess, enn heimtaði
ekki, að staðarhaldararnir borguðu það i peningum,
sem þeim kynni að veita örðugt, heldr skyldi svara
því út af hinum venjulegu preststekjum, helmingi í
friðu á vorin, enn helmingi í smjöri eða dauðu á
haustin, og var það eftir hans undirlagi gefið með fá-
tœkum uppgjafaprestum. Hann úrskurðaði og, að
hver landsfjórðungr skyldi annast sína uppgjafa-
presta.
Enginn Skálholtsbiskup, nema biskuparnir Vilchin
og Gísli Jónsson, hefir látið eftir sig nauðsynlegri
menjagrip enn Brynjúlfr biskup, sem er máldagabók
yfir allar kirkjur biskupsdœmisins. Að sönnu hafði