Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 50
5°
fylgdi kirkjum, og fá höfuðsmanni andvirðið, og skyldi
hann koma því á vöxtu í Danmörku, enn þeir nokkur
ár leggjast við höfuðstólinn, þangað til þeir gæti orð-
ið fátœkustu prestum til uppeldis. Eftir þessu konungs-
bréfi seldi Brynjúlfr biskup enn á nýaf „inventaríum“
Skálholtskirkju fyrir 700 dali spes., og hans dœmi
fylgdu aðrir í biskupsdœminu og seldu óþarfa muni
kirkna, og nam þetta samtals 1711 dölum. Fyrir þetta
fé með vöxtum lét konungr 3. apr. 1674 af hendi til
presta á fátœkum brauðum nokkurar jarðir frá Skriðu-
klaustri í Múlasýslum, og vóru það þessar: Fagri-
dalr á Jökuldal, Hvammr, Eiríksstaðir, Skeggjastaðir,
Kolmúli í Fáskrúðsfirði, Kross i Mjóafirði, Brimnes,
Seljamýri í Loðmundarfirði, Austdalr, Karlskáli,
Krossanes í Reyðarfirði, Anastaðir í Breiðdal. J>essar
jarðir eru kallaðar „Stiftisjarðir“, og gat nú biskup
þannig séð nokkurn árangr af því striti og stríði, sem
hann í mörg ár hafði átt í til að bœta kjör fátœkra
presta. Skálholts biskupi var boðið að útbýta árlega
afgjaldinu af áminstum jörðum með sannsýni. — þetta
konungsbréf fékk Jóhann fógeti Klein Brynjúlfi bisk-
upi fyrir hönd höfuðsmannsins, og sama ár (1674) 28.
júlí, kallaði biskup Brynjúlfr varabiskup J>órð f>orláks-
son, tvo prófasta og níu presta á fund að Bessastöð-
um, og lét þá semja skrá yfir fyrgreindar jarðir og
afgjald þeirra, sem þeir allir rituðu nöfn sín undir.
Hann var nú í tilbúningi með að skila biskupsembætt-
inu af sér í hendr eftirmanns sins. J>essi gerningr var
hið seinasta biskupsverk hans.
Ekki lét Brynjúlfr biskup sér síðr ant um að
bœta bágborin kjör prestaekkna. Árið 1649 kom fyrst
út hingað höfuðsmaðr Hinrik Bjelke; hann var vænn
maðr og vildi láta gott af komu sinni leiða, enn var
ókunnugr landsháttum hér, og þar eð hann vissi, að
Brynjúlfr biskup var einhver hinn mesti og vitrasti