Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 52
til sjóar gengi um vertíð, skyldi árlega svara einum
aukahlut einhvern dag þegar helzt væri afla von í
hverri veiðistöðu, og kallaðist þessi hlutr spítala-
hlutr. Enn þar eð stofanir þessar eru nú undir lok
liðnar og tekjur þeirra renna í landssjóð, til heyrir
saga þeirra fremr sögu landsins enn æfum einstakra
manna, nema að því leyti sem þeir hjálpuðu til að
koma þeim á fót, og til að fá þeim reglulega stjórn-
að. f>egar Kristján 5. var kominn til ríkis, lét hann
íslendinga 1670 vinna sér hollustu eið, og sendi hing-
að í því skyni herskipaforingja Janus Rodsteen de
Leerbeck. þ>essi sjóliðsforingi sagði Brynjúlfi biskupi,
að það væri eindreginn vili konungs, að þegnar hans á
íslandi gæfi sig við verzlun, eins og aðrar þjóðir, að
þeir flytti sjálfir út vörur sínar og sœkti útlendar
vörur á sínum eigin skipum, ef þess væri kostr, og
skoraði hann á biskup að ráðgast um þetta sem fyrst
við alla presta í biskupsdœmi sínu, svo það sæist,
hvort og hvenær, hvar og hverir vildi stofna slíkt
félag. Biskup vatt bráðan bug að þessu, og hvatti
presta til að taka vel undir þetta mál, því hann vissi
vel, að þetta var eina ráðið til að koma þeim úr eymd
og örbirgð. Enn af því að flestir þeirra vóru svo blá-
fátœkir, að þeir höfðu fult í fangi með að fleyta fram
lífinu, og hinir, sem vóru aflagsfœrir, óttuðust, að eitt-
hvað byggi undirþessu, og skoruðust því undan, varð
ekkert úr þessu þarflega fyrirtœki.
Brynjúlfr biskup tók við stað og kirkju í Skál-
holti í mjög hrörlegu ástandi, enn bygði hvorttveggja
upp sterklega og stórmannlega, með miklum kostnaði;
hann dró að sér ekki einungis þann bezta rekavið,
sem kostr var á, heldr fékk hann og nærri því fullan
skipsfarm af ágætum viði með Eyrarbakka skipi, sem
hann ætlaði til kirkjubyggingarinnar. Alla stórviði lét
hann á vetrum draga á ís heim að Skálholti, þegar