Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 55
55
asti maðr. Biskup tók þessu vel, reið til þings og
hélt þar almenna prestastefnu eftir venju.
Brynjúlfi biskupi og höfuðsmönnum og umboðs-
mönnum þeirra kom oftast nær vel saman, þótt biskupi
ekki geðjaðist að öllum gerðum þeirra; enn hann sætti
sig við kringumstœðurnar og forðaðist að eiga í ófriði
við þá, og þegar vinir hans fundu að því við hann,
að hann væri of tilhliðrunarsamr og þolinmóðr, svar-
aði hann þeim, að það væri miklu hœgra að kveykja
ófriðareld enn að slökkva hann aftr. ]?ó átti hann í
nokkru þrasi við Pros Mundt,- sem meðal annars
heimtaði af biskupunum að senda sér árlega nákvæma
skýrslu um afrakstr og tekjur biskupsstólsins ; enn upp
á það vildi hann ekki koma höfuðsmanni, og barði
því fyrst við önnum og tímaleysi; enn þegar höfuðs-
maðr kvartaði yfir mótþróa biskups, og gekk ríkt eft-
ir, að hann fullnœgði kröfu sinni, sendi biskup höf-
uðsmanni langt svar, sem honum stórum mislíkaði, og
hefði þetta misklíðarefni orðið að björtu báli, hefði
það ekki dottið niðr ásamt fleiru við dauða höfuðs-
mannsins 1644, og var síðan ekki hreift við því. Hin-
rik Bjelke, sem varð hér höfuðsmaðr 1649, fór í flestu
að ráðum biskups, sem hann mat mjög mikils, og hið
sama gerðu urnboðsmenn hans, nema Thómas Niku-
lásson, sem biskupi féll illa við, eins og fleirum ; enn
hann druknaði 1663.
Biskuparnir Finnr Jónsson og Jón Vídalín segja,
að Brynjúlfr biskup hafi verið lærðastr allra manna,
sem verið hafa hér á landi, og mun þetta einkum líta
til hinna gömlu mála, grísku og latínu, sögu og forn-
frœði; hann hafði marglesið alla hina betri rithöfunda
í þessum málum og var þeim svo innlífaðr og hand-
genginn, að þau vóru orðin eins og að móðurmáli
hans; hann var ágætt skáld bæði á grísku og latínu,
enn Jón prófastr Halldórsson segir, að þau kvæði