Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 56
56
hans muni vera undir lok liðin, nema „carmen nati-
vum de cruce“, sem hann orti á seinni árum1. Finnr
biskup telr upp marga lærða menn í Danmörku, sem
hann hafi skrifazt á við, og vottorð þeirra um hans
frábæra og djúpsetta lærdóm, og sem merki upp á
þetta telr hann einnig, að þeir hafi borið undir hann
þegar þá greindi á um eitthvað. Hann var einhver
hinn mesti fornfrœðingr, sem hér hefir verið, og horfði
ekki i nokkurn kostnað til að fá hina beztu skrifara
til að skrifa upp fornmanna sögur, annála og alskonar
íslenzkar frœðibœkr, hvar sem hann gat spurt þær
upp, svo hann og ]?orlákr Hólabiskup keptust á hvor
við annan að koma fornfrœðum vorum, sem víðast
vóru undir lok liðin, aftr á fót, og tóku þá margir
eftir þeim að skrifa upp sögur og fornar frœðibœkr.
Brynjúlfr biskup var svo orðlagðr i Danmörku fyrir
lærdóm og fróðleik sinn, að honum stóð til boða að
verða sagnaritari Friðriks konungs 3.2; enn hann skor-
aðist undan að þiggja þá sœmd og taldi tormerki á
að flytja héðan með konu og börnum, og barði því
einnig við, að hann væri byrjaðr á að byggja Skál-
holts kirkju, sem hann mætti ekki yfirgefa; þá bauð
konungr honum að safna sem mestu af íslenzk-
um fornsögum, gömlum skjölum og frœðibókum, og
senda það til Kaupmannahafnar. petta boð konungs
birti Brynjúlfr biskup bréflega í lögréttu á alþingi 1656,
og skoraði á alla landsmenn að láta sig fá fornar
frœðibœkr til kaups eða láns, til að láta endrrita þær,
og vildi einhver gefa þær konungi, skyldi hann taka
1) Rit hans em talin upp í kirkjusögu Finns biskups, 3. parti, bls.
634—35. Hann ritaði meðal annars skýringar yfir Saxo og útlagði
Nýja Testamentið á íslenzku; enn f>Orlákr Skúlason Hólabiskup vildi
ekki prenta þýðing hans, af því að hún væri svo fornyrt, að það
mundi hneyxla almenning.
2) Sbr. konungsbréf 1650.