Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 57
57
við þeim og senda þær. Jón bóndi í Flatey, sonrsíra
Torfa Finnssonar, átti stóra og þykkva bókfellsbók
með gamalli munkaskrift, og vóru á henni Noregskon-
ungasögur og margt fleira; hana falaði biskup til kaups,
enn hún var ófáanleg hvað sem í boði væri; enn er
Jón fylgdi honum til skips, gaf hann honum bókina,
enn biskup sendi hana til Kaupmannahafnar ásamt
miklu safni af íslenzkum fornsögum og frœðibókum.
Að sönnu má oss íslendinga taka það sárt, að allir
þessir menjagripir vóru sendir burt úr landinu, enn á
hinn bóginn verðr að gæta þess, að hefði þeir verið
kyrrir hér í landi, mundi mikið af þeim hafa liðið
undir lok, í stað þess að þeir ekki einungis hafa við-
haldizt, heldr og margt úr þeim verið prentað, sem
hefir útbreitt fróðleik hér á landi. Ár 1647 sótti
Brynjúlfr biskup til konungs um leyfi til að mega
stofna prentsmiðju í Skálholti, og fól Otto Krag, forn-
um vini sínum og velgerðamanni, á hendr, að koma
þessari bœn sinni á framfœri, og hefði Krag gert það
i tíma, mundi það hafa fengizt ; enn konungr andaðist
í febrúarm. 1648, og þá varð ekkert úr þessu; að
sönnu fékk hann leyfið árið eftir, enn það var tekið
aftr eftir tillögum J»orláks biskups. Hefði hann kom-
ið upp prentsmiðju i Skálholti, þá hefði hann prentað
margt fróðlegt bæði eftir sig og aðra, og þá hefði
ekki þurft að flytja eins mörg handrit burt úr landinu,
því hann mundi hafa haldið þeim eftir, sem hann ætl-
aði að láta prenta. Á Hólum lét hann ekkert prenta,
af því hann gat ekki verið við staddr til að lítá eftir
prentuninni og, ef til vill, með fram af því, að þ>or-
lákr biskup Skúlason hafði neitað að taka til prentun-
ar Nýja Testamentis útlegging hans, eins og áðr er
sagt, sakir þess að hún væri of fornyrt.
Eins og Brynjúlfr biskup var hinn mesti lær-
dómsmaðr, eins stundaði hann embætti sitt mjög rœki-