Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 59
59
Halldórsson, að „þá tjáði ekki undan að mælast, og
þoldu fáir til jafns við hann“. Hann sá staðnum jafn-
an fyrir nœgum matvælum, og ef honum sýndist
skortr mundi verða á einhverju, átaldi hann brytana
harðlega og lét bœta úr því, hvað sem það kostaði.
í klæðaburði var Brynjúlfr biskup ekki skraut-
gjarn; að útliti og atgerfi líkamans var hann hinn
öldunglegasti maðr, á vöxt með hærri mönnum, þrek-
inn og karlmannlega vaxinn, hraustmenni, oftast
heilsugóðr, raustin röggsamleg og nokkur riða á höfðinu;
hann var rauðbirkinn á hár og skegg; hárið klipti
hann þegar það náði neðri eyrnableðlinum, enn skegg-
ið lét hann vaxa, svo það náði ofan á bringu og
breiddist út á báðar axlir, og tóku margir heldri
menn þetta eftir honum. þ>ótt hann væri lítilátr og
mannúðlegr, stóð þó mörgum, einkum unglingum
og ístöðulitlum, ótti af honum. Hann var nokkuð skjálf-
hentr, og ágerðist það svo með aldrinum, að hann á
seinustu árum sinum skrifaði lítið. Hann var ávarps-
góðr og honum þótti oft gaman að tala við skilgóða
og skynuga bœndr um búnaðarháttu og ástand í sveit-
unum, og hann þyktist ekki við þá, þó þeir héldi
sínu svari, þegar það var á rökum bygt. Við oflát-
unga og spjátrunga gat hann verið smáglettinn og
meinlegr í orðum; við stórbokka og ójafnaðarmenn
gat hann verið stóryrtr og skorinorðr; enn hann var
hvervetna svo mikils metinn, að fæstir urðu til að
gera á hluta hans, enda var hann ekki þrætugjarn né
áleitinn við aðra menn, og átti mjög sjaldan í laga-
deilum. Hann var einlægr, trúr og tryggr vinr. Eins
var hann guðrœkinn trúmaðr og lét halda bœnir í
kirkjunni kveld og morgna. Sumum þótti hann hnegj-
ast um of til páfatrúar, af þvi hann fastaði á föstu-
dögum og um föstuna á miðvikudögum, og fœrðu til
ýmislegt annað, sem þeim fanst líka benda á þetta.