Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 68
Um hafið
eftir
Benedikt Gröndal.
XJm uppruna hafsins, eða hvernig það hafi mynd-
azt, getum vér ekkert vitað af reynslunni, og hafa því
verið fram settar ýmsar getgátur um það, hvernig það
muni hafa fyrst orðið til. Helst hneigjast menn að
þeirri skoðan, að jörðin hafií fyrstu verið glóandi heit
og bráðin, og hafi smám saman kólnað; en við kóln-
anina hafi lagt upp af henni ákaflega gufu, er sveim-
aði eins og þoka í kríng um hnöttinn og myndaði
þykkt gufuhvolf, sjö sinnum þyngra en það sem nú
er; er þessi gufa þéttist, þá hefir hún fallið í feyki-
legum helliskúrum og vatnsstraumum til jarðarinnar
aptur, en gufað upp aptur hvað eptir annað, þangað
til hnötturinn loksins var orðinn svo kaldur, að þetta
rennanda efni gat legið kyrt í kring um yfirborð hans
án þess að gufa upp, og hafa þá smám saman sam-
einazt því ýms önnur efni, er valdið hafa einkennilegu
eðli sjáfarins. Hafa náttúrufróðir menn sagt svo, að
þá er vatnið féll fyrst niður á jörðina, þá hafi það
verið magnað af sýrum, og einkum af saltsýru; en
hún leysti kalkefnið í fjöllunum og hinu fasta yfir-