Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 71
7i
Fyrrum var þannig farið að, að þungri grunnsökku
var hleypt niður á færi, og reyndu menn til að finna
þegar hán kæmi við botninn, en á þenna hátt varð
eigi mælt dýpra en hér um bil 1600 faðmar. Menn
tóku þá eptir, hvenær línan hætti að vindast upp af
hjóli því eða vindu, er henni var hleypt niður á; en
þetta truflaðist mjög af straumunum í djúpinu, er tóku
f færið og báru það langa leið út af hinni þverbeinu
stefnu, er til var ætlazt að sakltan færi, og mældist
því djúpið miklu meira en það í raun og veru var.
í Norður-Ameríku hefir svipuð aðferð verið höfð og sú,
er Hook fann þegar 1665; það er fallbissukúla með
gati á, allt að 60 punda þung; í gegn um hana geng-
ur standur, og eru efst á honum tvær kross-spýtur, er
leika á ási, og er línan fest við enda þeirra. þ>egar er
kúlan snertir botninn, þá losnar hún og rennur niður
af standinum; þá fara kross-spiturnar þegar aptur upp
með línuna, en kúlan verður eptir á sjáfarbotni. Línan
er rúmir gooo faðmar að lengd, og vega hverir 100
faðmar hér um bil eitt pund. Grunnsakkan rennur
fyrst mjög hratt niður, en hægir á sér æ meir og
meir, eptir því sem dýpkar, vegna þeirrar fyrirstöðu,
sem þrýsting sjáfarins gjörir. Eigi nægir handafl við
slíkar vélar, en þær eru látnar ganga með gufuvélum.
Grunnsakkan er eina mínútu á leiðinni fyrstu hundrað
faðmana; seinustu 500 faðmana af 3000 sekkur hún á
24 mínútum.
Grunnsökku-mæling af skipi undir seglum er mjög
óáreiðanleg, þar eð ylgjan og undiraldan ber skipið
skjótlega þaðan er sökkunni var niður hleypt; þetta
verður því eigi gjört með áreiðanlegri vissu nema á
gufuskipum, og er skipinu þá haldið kyrru með gufu-
magninu, og þess nákvæmlega gætt, að sökkufærið
hlaupi þverbeint ofan í sjóinn. Merkilegar og ágætar
voru þær tilfæringar, er hafðar voru til að mæla sjáf-