Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 72
ardjúpið með á „Challenger“, skipi þvf, er Englar
sendu á vísindaferð i kring um jörðina árið 1872. Lín-
an sjálf var einn þumlungr að ummáli og eingöngu
gjörð til þessa ætlunarverks; hún gat borið 140 fjórð-
unga, án þess að slitna. Yið hverja 25 faðma var hún
merkt; 25 og 75 faðma merkin hvít, 50 faðma merkin
rauð og 100 faðma merkin blá; merkin voru úr ullar-
garni. Með þessu móti varð lfnunni haldið alveg
sléttri og hálli, svo hún gat runnið liðlega í gegnum
sjóinn; þessi merki gerðu heldur eigi neina flækju eða
fyrirstöðu á lfnunni, þá er hún var undin upp og nið-
ur á hjólinu. Lfnan sjálf er ge}-md uppundin á kefli,
3000 faðmar á hverju kefli, og liggja þau á útskotum
þeim, er staðið er á meðan djúpið er kannað; þá er
línan hafin upp og fest við dragjafnann, sem festur er
við stórrána. Dragjafninn (Accumulator) er tvær tré-
kringlur, og göt fram með röndunum umhverfis; tré-
kringlur þessar eru hafðar 3 fet (D/2 alin) hvor frá
annari, og eru 40 göt á hvorri kringlu, en 1' gegnum
hvert gat er dreginn þvengur eða ræma úr strokleðri,
er tognað getur ákaflega, sem kunnugt er, enda geta
kringlurnar tognað um 17 fet hvor frá annari á strok-
leðursþvengjunum, þótt annars séu þeir eigi nema 3
fet að lengd ódregnir. þ>etta verkfæri hefir verið
fundið upp til þess að taka á móti, ef grunnsakkan
rykkir í, og hamla því að hún slitni eða ofreynist, því
þá gefa strokleðursþvengirnir eptir, en taka sig aptur
þegar í stað, eptir því sem skipið hreifist. Sjálfar
grunnsökkurnar eru með nokkuð svipuðu móti og sú,
er hér var lýst að framan, nema hvað þær eru sfvaln-
ingar úr járni, og vegur hver 100 pund, og var ein
slfk sakka látin á fyrir hverja 1000 faðma, og var það
gjört eptir álitum; þá er botns kennir, losna sökkurn-
ar við línuna og verða eptir á mararbotni; standurinn,
sem gengur í gegnum þær, fer upp aptur með línunni;