Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 75
75
ið, að sjórinn vaxi eða þverri og þorni upp ; en því
er eigi svo varið ; það er einmitt þurrlendið, sem vex
eóa þverr, með því hitaöflin í jörðunni lypta því upp
eða láta það síga, svo að fjaran verður meiri og minni
eptir því; en þessi vöxtur og þurður er allt annað en
sú hreifing sjáfarins, er vér köllum flóð og fjöru.
Steindar leifar sjódýra, er aldrei hafa og aldrei munu
getað lifað á þurrlendi, finnast viða uppi á háfjöllum
og langt inni í landi — það er einmitt þurrlendið, sem
lypzt hefir upp og hækkað yfir sjáfarmálið ; sjórinn
sjálfur hefir altaf verið hinn sami, aldrei þverr-
að og aldrei vaxið. Sumstaðar brýtur sjórinn af land-
inu, þar sem láglendir moldbakkar eru eða gljúpir
sandar, en það er allt annað og gjörir hér ekkert til.
þ>ví má og nærri geta, að ef það væri satt, að sjórinn
yxi eða þverraði, þá hlyti það að hafa áhrif á gang
jarðarinnar í kring um sólina ; braut jarðarinnar hlyti
að verða stærri eða minnni, eptir því hvort stærð
hnattarins minnkaði eða stækkaði, og af því hlyti apt-
ur að leiða eigi einungis truflanir á gangi hinna jarð-
stjarnanna, að minnsta kosti hinna næstu, heldur hlyti
það að hafa áhrif á lengd dags og nætur og þar með
á hlutföll árstíðanna ; en vér vitum, að um tvær þús-
undir ára, eða frá því Hipparkus var uppi, hefir dag-
urinn eigi styzt um hundraðasta part úr sekúndu ; og
með því að svo er fyrir séð hvervetna i náttúrunni, að
allstaðar komi uppbót fyrir hvað sem rénar eða eyð-
ist, í hverju formi sem er og hvernig sem á stendur,
þá verða kenningar þeirra manna, sem fara fram á
að braut jarðarinnar ávallt styttist og þrengist, svo að
jörðin (og allar jarðstjörnur og öll tungl) á endanum
muni renna saman við sólina og allt verði einn þoku-
hnöttur, að álítast sem eintómir draumar.
Menn hafa þókzt finna mun á hæð nálægra hafa.
sem aðgreind eru hvort frá öðru með eiðum, sundum