Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 77
77
ir árstíðum, og þá er árnar flytja sem mest vatn til
sjáfar, og uppgufan vatnsins (sjáfarins) eigi stendur í
réttu hlutfalli við framrásina.
í öllum sjó eru uppleyst sölt, og greinist hann á
því frá vatninu (vér nefnum „ferskt vatn“, „ósalt vatn“,
„sætt vatn“) sem er í ám og stöðuvötnum. Vér höf-
um áður getið um áætlun Herschels um sjóarmagnið,
sem hann reiknaði út í „tons“; vatnið í ám og fljótum
hefir verið reiknað út í teningsmílum, en eigi hefir
mönnum þar borið vel saman, sem eigi er furða;
Munke taldist það alls á jörðunni 75 teningsmílur, og
að 45,000 ár mundi þurfa til að mynda sjóinn aptur
með árvatni, ef hann yrði þurkaður upp; áætlun Buff-
ons, sem raunar er eldri, varð 455 teningsmílur. —
Sjórinn er misþungur, eptir því hversu saltur hann
er ; saltastur og því þyngstur hefir hann fundizt f At-
lantshafi um miðju hnattarins, en ósaltastur og léttast-
ur í suður íshafinu. Saltastur er sjórinn í hitabelti At-
lantshafsins fyrir norðan miðjarðarlínuna, út á móts
við Sahara-strendur, þar sem engar ár renna til sjáfar
og heitir og þurrir vindar efla útgufanina.
Af þeim salttegundum, sem í sjónum eru, er mest
af matarsaltinu (75%). Ef vér gjörum, að meðaldýpt
sjáfarins sé 2500 faðmar, þá mundi 35 faðma þykkt
saltlag verða á öllum sjáfarbotninum, ef sjórinn guf-
aði allur upp, en saltið yrði eptir. Matarsaltið, sem í
öllum sjónum er, yrði þá 81 millíón teningsfeta. — í
heimskautahöfunum er sjórinn ósaltari og léttari þvi
meir sem nær jarðarmöndlinum dregur, því að ísinn
og jökulvatnið dregur úr seltunni með því það bland-
ast sjónum, og í kring um sérhvern stóran jaka er
ósalt vatn; jafnvel á 130 faðma djúpi við ísjaka hefir
verið ósalt vatn í sjónum, þvf sjórinn missir seltuna
þegar hann frýs og verður ósalt vatn harðnað, og þvi
verður sjáfarísinn að ósöltu vatni þá er hann bráðnar