Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 78
7«
eður leysist. I Svartahafinu og í Eystrasalti er sjór-
inn seltuminnstur ogf því nær eins og í tjörnum, þar
sem árvatn eður ósalt vatn blandast sjó. í Miðjarðar-
hafinu er meira salt en i öðrum höfum1, af því að
hinir heitu vindar, er frá Afríku anda, leiða af sér á-
kaflega útgufan, sem eigi bætist upp af þeim ám, er
i miðjarðarhafið falla, og hafa þær eigi við; svo halda
sumir og, að haf þetta sé lægra en Svartahafið og
Atlantshafið, og rennur ávallt í það sjór úr þeim, en
sagt er að Svartahafið missi seltuna æ meir og meir,
og ætti því Miðjarðarhafið að verða æ saltara, þótt
seint fari. — Atlantshaf er seltumeira en hafið mikla
og Indíahaf; i öllum þessum þrem höfum, hverju fyrir
sig, eru tvö svæði seltumest, er annað liggur fyrir
norðan en hitt fyrir sunnan miðjarðarlínu; undir henni
og svo út að heimskautunum verður hafið ósaltara.
Samt er þetta næsta misjafnt, eptir hnattstöðu og hlut-
föllum hita og kulda. Miðjarðarhafið og Eystrasalt
eru ósaltari við yfirborðið en í djúpinu, af því hið ó-
salta vatn, er í þau rennur úr ám ogfljótum hundruð-
um saraan, er léttara en sjáfarvatnið, og flýtur því ofan
á; aptur á móti er Atlantshafið saltara við yfirborðið,
af því köld og seltuminni sjáfarföll streyma niðri í
djúpinu frá heimskautunum. Sumstaðar stendur svo
á, að ósaltar vatnslindir eru á mararbotni, og er al-
veg ósalt vatn í kringum þær, með því vatnið þrýstist
upp úr þeim með afli og upp i sjáfarmagnið umhverf-
is; þetta á sér stað sumstaðar í Miðjarðarhafinu, í
Persaflóa og víðar, og hér við land eru og slíkarlind-
ir, er sumar koma upp við stórstraumsfjöru.
Eins og áður var getið, þá er mest í sjónum af
matarsalti (75°/o)> og þar næst af Klórmagnesium
l) Hér meinast meginhöf; annars ber mönnnm litt saman i
þessu efni.