Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 79
79
(n°/o), og veldur þetta efni því óþægilega væmu-
bragði, sem að sjónum er. Að tiltölu er lítið af kalki
í sjónum, jafnvel þó allur grúi þeirra sjódýra, sem
eiga sér kalkhús, fái efni til þess úr sjónum, en þessi
dýr eru allar skeljar, kóralladýr, skrápdýr, og mörg
önnur dýrakyn, er í sér fela þann fjölda einstaklinga,
er enginn hefir neina hugmynd um. Meginhluti kalk-
sinsberst út í sjóinn af vatnsföllum af landiofan, og draga
dýrin hannaptur úr sjónum til húsabyggingar sinnar.—
Efnið það er jód, nefnist er og í sjónum; en úr honum
síast það inn í þangjurtir og í iður sjódýra, t. a. m. í
þorskalifur, og er þetta því haft til læknisdóma.
Hinn nafnkunni efnafræðingur Forchhammer lagði
mjög mikla stund á að rannsaka samsetningu sjáfarins,
og fann í honum 27 efni, og eruþau þessi: súrefni, vatns-
efni, klór, bróm, jód, flúor (í kóröllum), brennisteinn (sem
brennisteinssýra), fósfor (sem fósforsýra), kolefni (sem
kolsýra), köfnunarefni, kísill (sem kísilsýra), bór (sem
bórsýra í sæjurtum), silfur (í kóröllum), kopar (í kóröllum
og ösku sæjurta), blý (sömuleiðis), sínk (sömuleiðis),
kobalt (sömuleiðis), nikkel (sömuleiðis), járn, mangan,
alúminium, magnesíum, calcíum, strontíum, barýum,
natríum og kalíum; sumir hafa og fundið arseník og
lithíum í sjónum.
Hinn ótölulegi grúi sjódýra, sem að líkindum er
miklu meiri og fjölbreyttari en landdýrafjöldinn, mundi
eigi geta lifað í sjónum, væri þau svipt andanarlopt-
inu. Sum sjódýr eru raunar þess eðlis, að þau verða
að koma upp til þess að draga andann úr sjálfu and-
rúmsloptinu ofansjáfar; svo eru allir hvalir og öll sela-
kyn, sem ávallt eða mest megnis eru á sundi; þannig
eru og margar sníglategundir, er lifa í fersku vatni,
að þær þurfa að lypta sér upp fyrir vatnsbrúnina til
þess að draga andann. Ef eitthvað hamlar dýrunum
frá þessu, þá kafna þau, eða þau drukkna (þetta orð