Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 80
8o
er venjulega haft um menn ogf landdýr, en það merk-
ir hið sama). En allur fjöldi sjódýra þarf eigi að koma
upp úr sjónum til að anda; hvað meira er, ef þau
koma upp úr og eru of lengi eður stutta stund í lopt-
inu, þá deyja þau, því að þá truflast það jafnvægi and-
færanna, sem sjórinn veldur, og loptið ber þau ofur-
liði. í sjónum geta þessi dýr þvi að eins lifað, að í
honum er töluvert af andanarlopti (frá ‘/s til V3o)> °S
eykst það eptir þvi sem dýpkar, allt að 350 föðmum.
Enn þetta andanarlopt, sem í sjónum er, er honum
svo sameinað, að vér eigi getum orðið þess varir nema
með efnafræðislegri leysingu; sjódýrin anda eigi lopt-
ið í sjónum með því að gleypa það eins og landdýrin
gjöra, heldur leikur sjórinn um andfærin, og það and-
anarlopt, sem i honum er, leggur inn i dýrið í gegn-
um hinar örþunnu æðar, er lffsvökvinn (blóðið) rennur
í og endurnýjar hann þannig, eins og í rauninni einn-
ig á sér stað á landdýrunum. J>á er stórrigningar
ganga, eins og á sér stað í hitabeltunum, fellur geysi-
mikið af ósöltu vatni á sjóinn, og syndir ofan á, af
þvi að það er léttara; hlýtur þetta að vera óþægilegt
og enda banvænt mörgum sjódýrum, er halda sig í
sjálfu yfirborði sjáfarins, eða þau verða að draga sig
niður í djúpið, þar sem seltan er, þvi flest sjódýr eru
þannig bygð, að þau þola eigi ósalt vatn, en deyja ef
þau eru látin í það; samt geta að minnsta kosti sum-
ir fiskar (t. a. m. laxinn) lifað jafnt i vatni sem í
sjó.
Sjór þarf meiri kulda til að frjósa en ósalt vatn;
hann helzt og miklu lengur íslaus af vindum, straum-
um og öldum. Vatn frýs þá er hitamælirinn visar o°,
en sjórinn þarf rúm tvö stig til að frjósa; þetta fer
samt mjög eptir því hversu saltur hann er. — í nátt-
úrlegu eðli sínu er sjórinn mönnum ódrekkandi, en
hreinsa má hann svo að hann verði ósaltur, og eru á