Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 81
8i
sumum skipum vélar til þess að fá ávallt drykkjarvatn
úr sjónum. Sía má hann og í gegnum sand, en þó
fæst ósalt vatn einungis úr því sem fyrst rennur;
seinna verður hann aptur saltur og væminn. Allir
þeir er við sjó eru þekkja „sjóarlyktina11, þessa ein-
kennilegu lykt, sem eigi verður lýst eða líkt við neitt,
en hún kemur bæði af þeim efnum, sem i sjónum eru,
og einkum af fúlum og fúlnandi sjódýrum og þang-
jurtum, er sjórinn skolar upp á fjörurnar; vita það
margir, hversu óþægilegur og enda skaðlegur slíkur
daunn getur orðið; í ofsahitum og í hitabeltinu veldur
þetta sóttum og sýki, og eru fyrir þetta sumir staðir
á hnettinum illa ræmdir, t. a. m. Guyana í Suður-Ame-
ríku, Guinea í Affriku, Súnda-eyjarnar við Asíu, og
enn fleiri staðir.
Salt er unnið úr sjónum á mjög óbrotinn hátt,
með því að gjörðar eru stórar grafir í fjörunni og stí-
að fyrir með görðum; gufar þá sjórinn upp, en saltið
verður eptir. En þetta verður eigi nema þar sem
mjög er heitt af sólu ; næst þannig fjarska mikið salt
við Spánar og Frakklands strendur. —í öllu árvatni er
dálitið af matarsalti, brennisteinssúru og kolasúru kalki,
magnesíu, natrón, kalí og járni; þótt lítið sé af þessu
í vatninu, þá getur samt kveðið nokkuð að þvi, er það
er borið til sjáfar árþúsundum og ára-millíónum saman,
og þá mundi sjórinn verða saltur af því, þó hann í
öndverðu hefði verið ósaltur.
Sumum mundi ef til vill finnast það kynlegt, að
verða langorður um lit sjáfarins, því hann munu allir
þykjast þekkja. Venjulega er sjórinn kallaður blár;
allir kannast við „hinn bláa sæ“ ; „hinar bláu öldur“;
stundum er og nefndur „hinn grái sær“ o. s. frv. En
þeir sem sjónum eru kunnugir vita það og, að mörg-
um fleiri litum getur brugðið fyrir á honum, og á það
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. V. 6