Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 83
«3
einungis átta faðma djúpt. Miklu lengra leggur sól-
argeislann, en þó dofnar hann á 160 faðma djúpi; á
150 föðmum má sjá skeljar í botninum í íshafinu
nyrðra og í Vesturindía-hafi, að lygnum og sléttum
sjó. Annars er sjórinn glærari í köldu höfunum —
varla þó af því að þar sé minna af sjódýrum, því það
er alls eigi að öllu samtöldu; en svo getur verið sum-
staðar í sjónum, og standa þau þá eigi fyrir sjón-
inni.
þess var áður getið, að sjórinn sýndist ýmislega
litur eptir eðli botnsins, en er komið er yfir 160 faðma,
þá hefir botninn engin áhrif á litinn. Alexander Húm-
boldt tók eptir því, að margar ár í Suður-Ameríku
sýndust kaffibrúnar af ýmsum efnum, er meinguð voru
vatninu, en ef vindur hreifði þær, þá urðu þær græn-
ar — slíkar undarlegar litbreytingar eiga sér og stað
á sjónum. Hafið mikla sýnist æ því bláleitara, því
lengra sem menn halda út á það; og þessi blái litur
er meira en endurskin blárrar heiðríkju; en þó eykur
hún mjög sjáfarlitinn, einkum með mátulegum vindi.
Fegurst og hreinust verður þessi sjón þar sem opið
haf er fyrir, og breytast litirnir og hverfa hverr í
annan svo eigi verður með orðum lýst; sjórinn verður
dökkblár, stálblár, fagurblár, ljósblár, og þar á milli
dreginn gullskærum geislaböndum með óumræðilegri
dýrð — þetta hafa allir séð um morgun, dag og kvöld.
Hinn víðfrægi sjófræðingur Maury kom einna fyrstur
fræðimanna upp með það — þótt sjómönnum hafi það
án efa ávallt verið kunnugt — að því saltari sem sjór-
inn væri, því bláleitari væri hann. í salttjörnunum við
Frakklandsstrendur og Adría-flóa er vatnið grænt, en
blánar æ því meira sem saltið eykst. Golfstraumurinn
er miklu saltari en sjórinn beggja megin við hann, *
enda er hann og miklu blárri, eins og indigó; Indía-
6*