Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 84
84
haf er jafnvel svarblátt, og ætla sumir það enn seltu-
meira; aptur á móti eru íshöfin og Norðursjórinn
grænleit, enda seltu-minni. — Ljósmagnið eigi einung-
is minnkar eptir því sem dýpkar, heldur einnig leys-
ist sólarljósið í litarbylgjur sínar, eins og verður í
regnboganum, þar sem sólarljósið, sem í sjálfu sér er
hvítt, leysist í sjö liti. Af þessu hefir sú kenning verið
leidd, að sökum þess að hinir bláu og fjólubláu sólar-
geislar kastist fyrst aptur, það er: nái minnst niður í
djúpið, þá sé næst yfirborðinu ríki hinna bláu og
fjólubláu dýra; þar næst verður sjórinn grænleitur af
grænu geislunum, er lengra ná niður, og þar sé því
heimkynni hinna grænleitu dýra; enn lengra leggja
hinir gulu og brúnleitu geislar, og í því djúpi eru
dýrin þannig lit; dýpst ná rauðu geislarnir og lengst
niður í purpuramyrkur sjáfardjúpsins, og þar eru rauð
dýr og sæjurtir. í enn meira djúpi, þar sem aldimmt
er og sólargeislarnir eigi ná til, þar eru dýrin hvít,
það er: litarlaus; þetta ætti að vera svo á 300 faðma
djúpi og meir. En þetta stendur eigi heima við þá
reynslu, sem rannsóknir á sjónum hafa veittt.
Með því sem nú hefir sagt verið höfum vér ein-
ungis átt við lit sjáfarins í sjálfum sér, eða eins og
hann er fyrir krapt sólarljóssins; en víða fær sjórinn
og lit af ýmsum hlutum sem í honum eru. Vér nefnd-
um áður nöfn á nokkrum höfum, sem gefin eru af
litnum : gula hafið við Kína er þannig litt af þang-
jurtum, og af leir þeim er Hohangho-fljótið ber langt
fram í sjó; græna hafið eður Persa-flói er grænt af
smádýrum og sæjurtum; purpurahafið við Kalíforníu
er rauðleitt af smákröbbum, sem það úir og grúir af;
Spánverjar kalla það „Mar vermejo“, ormahaf. Rauða
1) Á ferðum íslendinga til Ameríkn er getið um „maðksjó1 11, og að
maðkarnir hafi unnið á trénu, nema það vseri brætt með „seltjöru“: