Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 85
«5
hafið segja sumir dragi nafn sitt af rauðum kóröllum;
sumir af þangjurtum svo smáum að hver um sig sést
eigi nema með sjónauka; enn aðrir segja það kallist
svo af rauðleitu salti, er sezt á fjörugrjótið. 1 fornum
kveðskap vorum er „rauða haf“ og „rauða salt“ (hjá
Gretti og Sighvati) haft um „reginhaf“ eða útsæinn
yfir höfuð, eða um stórt haf (hjá Gretti um Miðjarð-
arhafið, en hjá Sighvati um Eystrasalt, „emphatice“,
þótt það eigi megi teljast með hinum miklu höfum),
og enn skýrara í Grágás: „en hafit rauða (varðar)
fyrir utan, er liggr um lönd öllu . . . ; en þó munu
þessi nöfn vera dregin af hafinu rauða, er menn þá
þegar höfðu heyrt nefnt, en ímynduðu sér stórt og
ógurlegt, eins og allt sem er í miklum fjarska; þetta
nafn er æfar gamalt* 1, en eigi haft um það haf sem
nú er kallað rauða haf, því það hét Tsinus Arahicus11,
en „mare erythraeum“ eður rauða haf kölluðu forn-
Grikkir Indíahaf. Sjórinn sýnist og opt dreginn dimm-
um purpurablæ; þaðan er komið „mare purpureum11
hjá Rómverjum og „kyma porfyreon11 hjá Grikkjum,
og merkir það ekkert sérstakt haf, heldur lit sjáfarins,
sem orsakast af skýjum og dagsljósi. — þ>annig er og
sagt „fram í rauðan dauðann11, eigi af því dauðinn sé
rauður, heldur af því hugmyndin er dregin af bana-
blóði veginna manna; „rauða myrkur11 á sér verulega
Ijósfræðislega (optiska) rót, af því rauðu geislarnir í
sólarljósinu brotna minnst og hafa lengstar titringsöld-
ur, og þess vegna finnst opt eins og purpurarauð
glæta flækist fyrir augunum undir svarta myrkur; þetta
„því at þar fær eigi sjómaðkr á“ — þetta gátu eigi verið „krabbar“,
en sagan er noklcuð grunsamleg.
i) í 2. bók Mósis 13. cap. 18. v. og 15. cap. 4. v. er nefnt „hafið
rauða“ í íslenzku þýðingunni, og „Red sea“ í ensku biblíunni; Xremell-
ius, sem sjálfur var ebreskur að ætt, þýðir það „m&re algosum11; LXX
hefir SpuflpTi &a\rxaaa. (rauða haf).