Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 86
86
kallar Schiller „purpurne Finsterniss“ („der Taucher“;
Steingr.-Thorst. þýddi það „dumbrauðan sorta“); þannig
hefir „rauður“ fengið merkinguna „ógurlegur“ (rauða-
vikingur, rauða-galinn o. s. frv.).
f»að er sjómönnum kunnugt, og sannað með vís-
indalegum rannsóknum, að það skiptir i tvö horn, þá
er menn halda frá hinum dökkbláa sjó hitabeltisins og
út til íshafanna suður og norður, þar sem sjórinn er
grænleitur og miklu salt-minni, vegna ísbreiðunnar, er
ávallt þekur heimskauta-höfin. Rannsóknirnar hafa og
staðfest það að miklu leyti, að því saltari sem sjórinn er,
því blárri og gagnsæjari er hann; þetta á sér að minnsta
kosti stað í köldu höfunum, eins og fyrr var á drepið.
En þó við höfum tekið það fram sem aðalreglu, að
sjórinn sé blár í hitabeltinu, en grænleitur í kuldabelt-
unum, þá er sú regla alls eigi algild. Sjórinn er viða
grænn í hitabeltinu, en það er einkum þar sem stórar
ár bera ferskt vatn af landi ofan og langt fram í sjó, og
blanda hann svo að hann verður grænleitur og miklu
seltuminni og þess vegna léttari; þetta sást á Chall-
enger-ferðinni við Grænhöfða-eyjar fyrir vestan Affríku,
sex hundruð mílur frá Senegal-ósum; svo langt verk-
ar fljótið á sjóinn. Eins verður og blár sjór fyrir skip-
um í norðurhöfunum og suðurhöfunum, en það eru
straumar af bláum sjó úr hitabeltinu; hvervetna um-
hverfis er sjórinn grænleitur. þ>essar litbreytingar sjáf-
arins eru eigi einungis merkilegar fyrir vísindamenn,
heldur og færa sjómenn sér þær þráfaldlega í nyt til
þess að átta sig, ef þoka er eður dimmviðri og afstaða
skipsins eigi verður útreiknuð af sólarsýn.
J>ess var getið áður, að sjórinn fengi viða lit sinn
af sæjurtum og sædýrum. Hinar eiginlegu sæjurtir,
sem hvergi geta lifað nema f sjónum, kallast yfir höf-
uð þang eða þarar, og þekkjast af þeim meir en
6000 tegundir, fyrir utan margar aðrar, sem þrífast