Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 87
«7
einungis í fersku vatni, Til þessa flokks heyra hinar
smærstu og hinar stærstu jurtir á hnettinum; margar
þangtegundir eru svo smávaxnar, að ekkert sést í
sjónum, en ef einn lítill dropi er látinn fyrir sjónauk-
ann, þá er allt fullt af þeim; þær eru flestar gullgljá-
andi og eins og fegursta fílagran og gullsmíði, útflúr-
uð belti, kransbrugðnir stönglar, hringsettir fleigar,
rétthyrndir ferhyrningar sem hanga saman á hornun-
um, og ótal fleiri myndir; þessar þangtegundir eru
hvervetna á hnettinum og kallast flestar þeirra „Diato-
meur“ og „konfervur11. Sá er munur á mannaverkum
og verkum náttúrunnar, að mannaverkin mega eigi
skoðast í sjónaukanum, því þess meira sem þau eru
stækkuð, því grófari og klunnalegri sýnast þau ; hinn
finasti þráður, sem augað varla sér, sýnist þar eins og
grófur og hrufóttur kaðall, án nokkurrar byggingar;
en því meir sem verk náttúrunnar eru stækkuð, þess
meira leikur náttúran sér að því að sýna oss meiri
og meiri dýrð, sem enginn hefir neina hugmynd um
nema fyrir sjónaukans krapt, ósnertandi mannlegri
hendi, þótt hún sé miklu nær en höndin nær. — Stór-
vaxnar þangtegundir eru og allstaðar, söl, þönglar og
murukjarni eru öllum kunn ; en í suðurhöfunum vaxa
þangtegundir, er verða meir en 300 álnir á lengd, og
sumar þeirra snúast saman í sjáfarganginum og haf-
rótinu og verða eins og mörg hundruð feta langir
kaðlar, eins digrir og maður. þ>ar sem nú sjórinn úir
og grúir af „Diatomeum,,, þar fær hann lit af þeim,
þótt augað megi eigi greina hverja einstaka jurt; af
þeim eru rauðir flákar í Indíahafi svo skiptir mörgum
ferhyrningsmílum, og því kölluðu forn-Grikkir það
„rauða haf“, eins og áður var sagt, en þeir höfðu
enga hugmynd um orsökina, því menn komust eigi
upp á að beita sjónaukanum fyrr en Leuwenhoeck
fann hin fyrstu sjónaukadýr; það var hinn 24. apríl