Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 88
88
1676, og er sá dagur merkisdagur, því að þá opnaðist
mönnum nýr heimur, sem enginn hafði haft hugmynd
um, og sem enginn sér enn fyrir endann á. Líkt
stendur og á með það er í sögum stendur og annál-
um, að blóði hafi rignt (t. a. m. í Njálu, að blóð kom
ofan á messuhökul prests að Svínafelli — hafi prest-
urinn verið í kirkju, þá er það ótrúlegt, en hafi hann
verið úti, þá er það náttúrlegt); er þetta kunnugt í
útlöndum og kallað „blóðregn“ og „rauður snjór“, og
er ekkert annað en smádýr eða plöntur, sem eigi
greinast nema í sjónaukum. — Sumar þangtegundir
allstórvaxnar þekja sjóinn sumstaðar svo milum skiptir,
og sýnist hann eins og grænt engi, en svo mjög stend-
ur þetta fyrir skipunum, að þau eru marga daga að
hafa sig fram úr því; þetta varð fyrir Kólúmbusi fyr-
ir vestan Affríku, þá er hann fór í landaleit, og ætl-
uðu hásetar hans það galdra og lá við upphlaupi. |>etta
haf nefnist „Sargassó-haf“ (Sargazo er spánskt orð
og merkir villi-vínber; var það haft um þetta þang af
því á því eru hnútar eins og á blöðru-þangi). — Sum-
staðar í Norðurhöfunum sýnist sjórinn svartur eins og
bik, af þvf hann er fullur af smágjörvum þangjurtum,
sem eru eins og slim, en á þeim nærist aptur fjöldi
smákrabba og annara sjódýra, og á þeim nærast apt-
ur hvalirnir; er það því næsta áríðandi fyrir hvalveiða-
menn að komast 1 þenna „svarta sjó“, þvi þar vita
þeir af veiðinni. — Furðuleg var sú sjón, er King-
mann skipstjóri sá í Indíahafi hinn 27. Júlí 1854 um
kvöld. Sjórinn varð á svipstundu snjóhvítur; ekkert
ský var á loptinU; og samt var það kolsvart niður við
hafsbrún, eins og undir stórviðri; stjörnurnar skinu
með daufu ljósi, og vetrarbrautin sást varla. Allt var
mjög óttalegt, sjórinn eins og maurildi1, himininn kol-
I) „Maurildi“ er og haft um úldinn fisk og fleira, sem verður fyrir
raka, Og glórir i myrkri. petta orð er afbakað úr „Möru-eldur“ ; Mara er