Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 90
90
8 slík dýr. — Nokkuð öðruvísi glæta kemur á sjóinn
í stinnum norðanvindi og þá er veit á storm ogf óveð-
ur; þá sést glóra mest í kjölfarið, er skipið setur hreif-
ingu á sjóinn, en sú glæta nær eigi lengra. J>á er
róið er, sýnist eldur drjúpa af árunum, og fólk, sem
baðar sig eða veður í sjónum, sýnist allt logandi, og
allir hlutir glóa sem sjó er hellt yfir. Sjór í fötu lýsir
ekkert, ef hann er látinn kyrr; en sé hann hristur, þá
stendur af honum gneistaflug í allar áttir. — Enn
öðruvísi er sjáfarljósið, er það nær yfir víð svæði. f*eg-
ar í Ermarsundi og utar í Atlantshafi sýnist allur sjór-
inn opt á nóttunni standa i björtu báli; ótal gneistar
fljúga upp i einu augnabliki og renna sarnan á svip-
stundu; hyggja menn þessu muni valda tegund nokk-
ur smákrabba (krabbaflær), en þó einkum smákvikindi
það er ,náttljós‘ (Noctiluca) heitir ; það er á stærð við
prjónshnapp og úir allur sjórinn afþví. í einum vatns-
dropa komast vel fyrir ioo slík smádýr; og ef vér
gjörum, að eitt dýr finnist í hverjum teningsþumlungi
sjáfar, þá verða 4,800 millíónir á einni ferhyrningsmílu
fet-þykkri — en því má nærri geta, að miklu meira
er af þessum dýrum en þetta. En fyrir utan þetta
ljós, sem þannig er á yfirborði sjáfarins og grunt nið-
ur, þá eru og til lýsandi fiskar, er halda sig á kol-
dimmu djúpi, þar sem ekkert gefur birtu nema þeir.
þ>etta lýsandi eðli er annars eigi einkennilegt sjódýrum,
því allmörg landdýr eru einnig svo, bæði ánamaðkar
og ýms skorkvikindi; sumir fjöru-ormar lýsa og. Eigi
vita menn hvernig á þessu lýsandi eðli dýranna stend-
ur; svo mikið sýnist vera vist, að það eigi sér rót i
einhverju fitu-efni, þar sem rannsakað hefir verið, en
að ekkert sérstakt lýsandi efni muni vera til. þar á
móti vitum vér með ýms dýr, hverir líkamspartar gefa
frá sér ljósið; hjá marglyttum eru það strengir, og
svo er hjá fleiri dýrum; á sumum eru smáhol eða