Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 91
91
pokar, sem opnast út á við. •— Eigi lýsa dýrin held-
ur ávallt jafnt; ánamaðkar mjög sjaldan; sumar mar-
glyttur lýsa ekkert á stundum, en fara aptur að lýsa
einhverntíma seinna. — Líklega er þetta ljóseðli dýr-
anna eitthvað skylt rafmagni, því það gengur í
gegnum öll dýr, þótt hvergi beri eins mikið á því og
á þeim fiskum, sem því eru gæddir; þeir eru þannig,
að dýr og menn fá slög og jafnvel detta niður mátt-
laus, ef þeir eru snertir, og á þetta sér hvergi annar-
staðar stað í dýraríkinu. Eru sumar tegundir sjófiska
og vatnafiska þannig, og eru þó vel ætir.
Öldur eða bylgjur og bárur koma af þvf er sjór-
inn ókyrrist fyrir vindi. þær eru mjög misjafnar að
hæð og lengd, eptir því hversu vindstraumurinn stend-
ur á þær, eptir því hversu hvast er, eptir því hvað
djúpt er til botns, eptir því hvað langt er frá löndum
o. s. frv.; nokkurra hundraða feta langar öldur hafa
verið mældar fyrir sunnan Ástralíu; í miklu hafróti
hafa þær orðið 600 feta að lengd. í Biskayja-flóa hafa
sézt 1200 feta langar bárur, er fóru 60 fet á hverri
sekúndu. Bilið á milli hverra tveggja öldutoppa er
talið tuttugu sinnum meira en hæðin er á venjuleg-
um meðal-bárum, en þetta bil minnkar eptir því sem
öldurnar verða hærri; þannig er bilið 120 fet ef öld-
urnar eru 6 feta háar, en 300 fet, ef þær verða 30
fet á hæð, og er þá bilið talið tfu sinnum hæðin.
Ætlazt er á ölduhæðina þannig, að maður fer upp f
reiðann, og í því að skipið hnfgur sem dýpst í öldu-
dalinn, og ef mastrið stendur beint upp og hallast eigi,
þá miðar hann bárukambana hvern við annan, og
verður hann því að vera svo hátt uppi í reiðanum
sem ölduhæðinni svarar. þ>ví dýpra sem er, því hærri
verða öldurnar; á siglingum sínum fann Scoresby1 þær
1) Scoresby var hvalveiðamaður enskur, menntaður vel og hefir látið