Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 92
92
30 og 40 feta háar. Á hnattsiglingum fundu frakk-
neskir visindamenn öldurnar eigi hærri en 25 fet;
Dumont d’Urville fann þær stöku sinnum 100 feta há-
ar. Við suðurstrendur Englands hafa öldur mælzt 12
feta háar og með 12 enskra mílna ferð á hverri
klukkustundu; 13^/2 fet með iq mílna hraða. Fiz-Roy
fann öldur á Atlantshafinu 60 feta háar. Olduhraðinn
og öldustærðin fer eptir vindmagninu. Thompson seg-
ir að öldur fari i meðalvindi 10 vikur sjáfar eður 2^/2
hnattmílu á hverri klukkustundu; í stinnings kalda
þrisvar sinnum meira, hér um bil jafnhart og vindur-
inn. Oldur i stormi á reginhafi fara að meðaltali 63
fet á hverri sekúndu, eður hér um bil 110 milur á
hverri klukkustundu. Sjórinn kemst í hreifingu af öld-
unum alldjúpt, allt að 450 fetum (75 föðmum); þókzt
hafa menn og taka eptir ölduhreifingu á 103 faðma
djúpi; tilraunir Webers visuðu á 350 ölduhæðir fyrir
hreifinguna niður á við. Eptir þvi ættu þær öldur,
sem eigi eru hærri en eitt fet, að hreifa sjóinn 300
feta djúpt; fjögra feta háar öldur mundu þá verka á
230 faðma djúpi, og 20 feta háar öldur á 1160 föðm-
um; en þó er það almennings álit, að öldur róti eigi
upp hreinum sandi á meira djúpi en 7 eða 8 föðmum.
Eptir því hefir og verið tekið, að á hafinu mikla
lækka öldurnar frá vestri til austurs, svo að þær eru
miklu hærri við Ameríku-strendur en við Asíu; á Indía-
hafi eru þær hærri um miðbik hafsins en beggja megin út
til landa. Meðal-ölduhæð er yfir höfuð hvervetna á sjó
einn faðmur, og svarar það þeim vindi er fer 15 fet á
hverri sekúndu; en út af þessu bregður eins og nærri
má geta. — Undirsjór eður undiralda verður með
hægum vindi, enda í logni, og að kyrrum sjó, og
eptir sig ýmisleg rit um hvalveiðar og sjóferðir. Sonur hans var einn-
ig frægur sjómaður. J>eir voru uppi á fyrra hluta þessarar aldar.