Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 94
94
allar lending-ar ófærar; verður slíkur ölduveggur afar-
langur og opt 80 feta hár, þannig ólmast sjórinn við
Madras á austurströnd Indialands, þar sem stórir
klettar eða björg eru í djúpinu og Bengalsflói liggur
fyrir landinu. Slíkir klettar þurfa eigi að ná upp í
sjáfarbrún, því síður upp úr sjónum, til þess að efla
hafrótið; en þá kletta eður þær ójöfnur, sem ná svo
hátt upp að sjóinn brýtur á þeim, án þess þeir þó
standi upp úr, köllum vér boffa, afþví þeir boða sjálfa
sig og sjáfarólguna og vara sjómenn þannig við. Hina
miklu ölduveggi eða brimgarða, sem vér drápum á,
kalla Frakkar „barre“, og er það nafn líklega komið
frá Norðmönnum, er fluttu inn í Frakkland með
Gönguhrólfi og settust að í Norðmandí; það er sama
orðið og „bára“. Afl sjáfarins er ógurlegt þar sem
hann mætir fastri fyrirstöðu; í sterkviðri knýja öld-
urnar með 6000 punda þunga á hvert ferhyrningsfet.
Vitinn á Eddystone fyrir sunnan England er bygður
úti í sjó á kletti, sem sjórinn gengur þvi nær ávallt
yfir og er þar mesta hafrót, er Atlantshafið hrindir
ofsalegum bylgjum inn í Ermarsund; skella öldurnar
jafnharðan á vitanum og risa átján faðma, en hann
sjálfur er fimtán faðma hár, svo að brimið gengur opt
yfir hann; ljósið i honum er tíu faðma yfir sjó um flóð.
jpetta er einhverr hinn frægasti viti, þótt sumir aðrir
séu hærri; hann var fyrst bygður 1696, en hrundi í
Nóvember 1703 í ofsaveðri, og þar fórst höfuðsmiður-
inn sjálfur, Winstanley, ásamt vinnumönnum sinum.
Nokkrum árum siðar var nýr viti bygður á sama
kletti, enn hann brann 1755 ; hann var úr eikarbjálk-
um og granítsteini. Árið eptir hóf hinn frægi meist-
ari Jón Smeaton enn á ný að byggja vita, og var það
gjört á þrem árum; var hann gjörður af svo miklu
hugviti og svo ramlega, að hann stendur enn óhagg-
aður, og hefir ekkert orðið að vitanuin sjálfum né