Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 97
97
x/g af Atlantshafi — en það er l/á af öllu hafi á hnett-
inum — svo mikið, að regnvatnið væri þumlungur á
þykkt (eða dýpt), þá mundi þetta vatn vega 360,000
millíónir tons; þetta ofanfall mundi valda óumræðilegri
truflun á jafnvægi sjáfarins. Ef allt það vatn, sem
Mississipi-fljótið ber til sjáfar á einu ári, hætti allt í
einu, þá mundi slíkur atburður eigi gjöra meiri trufl-
un. — Mismunurinn á hinni heitustu stundu dags og
hinni köldustu stundu nætur er opt 40 á sjó, og þessi
inismunur nær, ef til vill, 10 fet niður undir sjáfarmál;
en gangi þessi mismunur yfir l/5 af Atlantshaíinu, þá
veldur hann breytingu sem svarar 390,000 millíónum
teningsfeta. Regn, ský, dagur og nótt eru því hinir
verkandi kraptar straumanna og jafnvægis í hafinu.
En vér megum heldur eigi gleyma hinum lifandi ver-
um, er i hafinu búa; öll þau dýr, stór og smá, sem
eru í. kalkhúsum, hvort sem það eru skeljar, kuðungar,
kórallahús eða hvernig sem þau eru, draga efni kalk-
húsanna úr sjónum, og við það hlýtur hann að verða
léttari, og þá verður hann á einhvern hátt að komast
í jafnvægi jafnóðum, og þannig valda öll slík sjódýr
og jurtir hreifingu í sjónum án þess þau hreifi sig
sjálf. Væri öllu því salti, sem í sjónum er, dreift yfir
Norður-Ameríku, þá mundi það vera 5700 fet á þykkt;
en öllum þessum þunga er haldið í hreifingu í sjónum
af sólargeisla, loptblæ og sjódýrum. — Hvernig sem
á stendur, þá leiðir andstreymi eður öfugstreymi af
hverjum straumi sem er, og verða þar af snúningar
eður straumar hvorr á öðrum ofan. J>ar af leiðir, að
sjórinn er í sífeldri hreifingu, hiti og kuldi skiptast á
sf og æ, og saltmegnið er stöðugt í þverran eður vexti;
en allt þetta veldur sífeldri endurnýjun sjáfarins og
hamlar honum frá að staðna; með þessu móti verður
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. V.
7