Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 101
Xol
ari, -f- 230 R., og eptir að hann hefir runnið 600 míl-
ur í norður, þá er í honum sumarhiti. Opt er loptið
yfir honum o°, en sjálfur er hann -f- 21—220 R. Við
Nýfundnaland er hann -f 16—200 R., og á sama tima
er þriggja stiga frost við Helluland (Labrador). Á vet-
urna, segir Maury, er siglingin upp að Bandafylkja-
ströndum mjög óþægileg og enda hættuleg; en enn
meiri hætta var sjófarendum búin áður en Golfstraum-
urinn var orðinn nægilega kunnur. Á þessum stöðum
verða skip opt fyrir stormi og óveðri með kafaldi og
hörkufrosti, svo allt getur isað á stuttum tíma, en þá
er Golfstraumurinn ætið nærri, og má snúa þangað er
í nauðir rekur, því á honum eru ávallt hlýindi, þar
batnar veðrið og ísinn þiðnar eins og fyrir töfra-
magni. — Eðlilega er straumurinn varmastur við yfir-
borðið, og hitamælar vísa á kaldari og kaldari sjó
eptir því sem dýpkar; hvergi virðist sjáfarhitinn samt
að ná til botns (nema ef til vill milli Suðureyja og
Færeyja); á milli varma sjáfarins og botnsins er hver-
vetna kaldur sjór, en sjór leiðir hitann illa, og þess
vegna kólnar hinn varmi sjórinn síður. Vegna þessa
heldur Golfstraumurinn í sér betur hitanum, og án
þessa fyrirkomulags, þótt undarlegt sé, mundi hann
eigi geta flutt hinum köldu löndum þau hlýindi sem
þau verða aðnjótandi fyrir hans krapt. Honum eig-
um vér að þakka hið milda sjáfarlopt, sem á veturna
er miklu hlýrra en í miklu suðlægari og frjósamari
löndum; hann heldur sjónum ávallt íslausum við Fær-
eyjar og Skotlands eyjar; hann gjörir vesturströnd ís-
lands tveim stigum hlýrri en austurströndina og vegna
hans er lopthitinn þar miklu meiri en á austurströnd
Bandaríkjanna á sömu breidd. Beint í suður frá ís-
landi og beint í austur frá Nýfundnalandi er io° R.
hiti í Golfstrauminum í Janúar, um leið og -4- 250
frost er í Prag í Austurríki á sömu breidd. Jafnvel