Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 103
i°3
ætla, að sjórinn hafi þann þéttleika hvervetna á 500
faðma djúpi. En ef svo er, og’ ef þéttleikinn minnkar
á yfirborðinu og yfir að miðjarðarlínunni, þá getur
sjórinn þar undir því að eins verið í jafnvægi, að sjór-
inn sé hærri í hitabeltinu en við heimskautin. Sé nú
þessi hinn áður nefndi þéttleiki á yfirborðinu og í
djúpinu lagður til grundvallar, þá verður sjáfarhæðin í
hitabeltinu 6 fet, og lækkar norður og suður eptir að
go°, þar er hún o, en 3 fet á milli 60. og 70. breidd-
argráðu; en af þessum mismun sjáfarhæðarinnar leiðir,
að sjórinn hlýtur að renna frá hitabeltinu og í norður
og suður eður út til heimskautanna, og því mundi
hann lækka í hitabeltinu, nema hann fái uppbót ann-
arstaðar að; þess vegna hlýtur undirstraumur að renna
i djúpinu frá heimskautunum, og verðum vér hans
varir af hinum vaxandi kulda, eptir því sem dýpkar.
Nú stendur norðaustur-staðvindurinn skáhalt á snún-
ingsstraum jarðarinnar eður miðjarðarstrauminn með
svo miklu afli, að það yfirgnæfir hæðarmuninn, og þess
vegna streitist miðjarðarstraumurinn frá 30. breiddar-
stigi við það sjáfarmegin, er suðaustur-staðvindurinn
rekur sunnan úr Atlantshafinu, og þá rekur norðaust-
urstaðvindurinn yfirborðsvatn sjáfarins i suður og vest-
ur yfir í Kariba-hafið. þar, og i Mexíkó-flóa, þar sem
staðvindurinn eigi á heima, rennur sjáfarmagnið til
norðurs og síðan yfir í Flórída-sundið, og þar byrjar
Golfstraumurinn.
þótt vér hér að framan höfum nefnt gott veður
í Golfstrauminum, þá er það eigi nærri ætið svo.
þvert á móti veldur hann opt feykilegum stormum og
fellibyljum, og hann er — að minnsta kosti opt —
orsök til vætusamrar og hlýrrar, en um leið storma-
samrar sunnan-áttar hér, landsynninga og útsynninga,
með því hann setur allt loptið nær sér á ringulreið,
er hitinn, sem honum fylgir, kemst i baráttu við hina