Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 104
104
köldu loptstrauma hvervetna í kring. Ollum sjómönn-
um, sem um Atlantshafið fara, er það kunnugt, að
Golfstraumurinn veldur hinum miklu óveðrum, er opt
líða yfir norðurhluta þess, bæði stormum og kastvind*
um ; hann er og orsök til hinnar miklu þoku, er grúf-
ir yfir sjónum við Nýfundnaland og er svo háskaleg
sjófarendum. Philip Brooke fann loptshitann á rönd-
um Golfstraumsins að vera o°, en hitinn í sjálfum
strauminum var -þ 26°, og hann kendi hinu þunga og
varma vætulopti yfir strauminum um þá óreglu, sem
kom á sigurverkin á skipinu. Hin enska sjóliðsstjórn
hefir fyrir löngu látið rýna eptir orsökunum til hinna
voðalegu storma á Atlantshafinu fyrir norðan miðjarð-
arlínuna, sem valda skipum og mönnum svo miklu
tjóni, og ætíð urðu orsakirnar Golfstraumurinn og sjór-
inn sem að honum liggur. Opt ber það og við, að
uppruni stórviðranna er eigi i sjálfum Golfstrauminum,
heldur fyrir utan hann, en þau komast þá inn í hans um-
dæmi og fylgja honum langar leiðir. Annars eru veðrin í
Golfstrauminum eigi einungisóttaleg sökum stormaflsins,
heldur og vegna þess hvað hann er stórsjóaður.sökum
baráttunnar á milli stormsins og sjáfarins, þegarhvorr
vill fylgja sinni stefnu. Árið 1853 lagði nýtt og ágætt
gufuskip út frá Nýu Jórvík og átti að flytja hermenn
yfir til Kalíforniu (suður um Horn á Patagoníu); en
er það kom i Golfstrauminn, þá lamdi stórsjórinn það
í sundur og drap 179 menn. Nú á dögum ber þetta
sjaldnar við en áður, af því sjóleiðin er orðin betur
kunn, menn kunna betur að fara eptir vindum og
straumum, eptir árstíðunum, verkfærin eru og orðin
betri og næmari; en hversu mörg skip hafa eigi far-
izt og hversu margir menn hafa eigi týnzt, án þess
nokkur vissi hvað aí þeim varð? — Hinn ógurlegi
fellibylur — að vér nefnum að eins eitt dæmi — sem
varð árið 1780, kviknaði í nánd við Barbadosey, er