Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 107
107
veg er fallið að eður út, eður um hverja háflæði og
háfjöru, verður hvíld á sjáfarhreifingunni nokkrar mín-
útur, meðan jafnvægið er aptur að komast á; eins og
vér sjáum á vogarstöng, á meðan hún er að stöðvast;
það köllum vér liggjanda. — Verkan tunglins á sjó-
inn verður þannig, að tunglið dregur hann til sín mest
þar sem það ber yfir, og verður þar flóð; en beint
hinumegin á hnettinum, eður í beina línu við tunglið,
verður einnig flóð, af því þar nær verkun tunglins eigi
til og verður sjórinn þar eptir, en beggja vegna til
hliðanna mitt á milli verður fjara. En tunglið stendur
aldrei í stað, heldur ber það yfir einn stað eptir ann-
an, og þessari hreifingu tunglsins hlýtur sjórinn og
að fylgja; en þar af leiðir, að eigi myndast neitt kyrt
sjáfarhvel, eða sjáfarlaut, heldur gengur allur sjórinn eins
og mikilfeng flóðalda eptir gangi tunglins í kring um
jörðina. far sem þessi flóðalda lendir, þar er flóð ; þar
sem hún eigi lendir, þar er fjara.
Hæð flóðsins er mjög misjöfn ; á miðju Atlants-
hafi er flóðaldan io eða 12 fet, og svo hátt verður
flóð á íslandi, og þeim löndum sem liggja fyrir opnu
hafi. En í þröngum fjörðum og í árósum verður hún
miklu hærri, af því strendurnar kreppa að báðumegin ;
þannig er flóðið f Humru (á Englandi) 20 fetum hærra
en háfjaran. í Fundy-vikinni (vestan á Norður-Ame-
ríku) er flóðið 8 fet í víkurmynninu, en 65 innst í vik-
inni. Eptir reglunum ætti flóðið um miðjarðarlfnuna
að nema 2,27 Parísarfetum, við meðalfjarlægð tungls
og sólar frá jörðu og að öllu óhindruðu og ósnertu
af vindum og straumum ; enda er flóðið og við Sand-
víkur-eyjar einugis 2 */5 fet, við Tahiti 15 eður 18 þuml-
ungar; á fáeinum eyjum í mikla hafinu er það 6 fet.
Á vesturströnd Suður-Ameríku er það 4—6 fet, en þó
miklu hærra við Patagoníu, og í Magelhaens-sundi enda
50 fet. í Miðjarðarhafinu og Eystrasalti kennir lftt