Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 110
IIO
nefnum Gróttu á Seltjarnarnesi — það er hin volduga
hafskvörn, þar sem bárurnar brotna og deilast, því að
orðið er eigi einstrengingslega haft um „röst“, heldur
og um sjáfargang, þó einkum við sker og kletta, og
því nefndi Snæbjörn „skerja grotta“ í einhverri hinni
fegurstu sjómannavísu í fornöld:
Hvatt kveða hræra grotta
hergrimmastan skerja
út fyrir jarðar skautum
eylúðrs níu brúðir.
„Meldr Gróttu“ er gull, eptir Fróða-sögunni, en
í reyndinni er það sandurinn við sjáfarströndina; þar
getur hver og einn séð hvort „skerja grotti“ eigi mal-
ar ár út og ár inn, snúinn af hinum óþreytandi öflum
lopts og jarðar.
Röst heitir á norsku „Malström“1 og er það víða
haft í dönskum og norskum bókum, en Ivar Aasen
segir það sé nú sjaldheyrt orð á vörum Norðmanna;
en þetta orð felur einmitt í sér söguna um að sjáfar-
kvörnin mali, og þessi hugmynd kemar tvívegis fram
í því sem hér var ritað af vísu Snæbjarnar, því eylúðr
er eyja-kvörn, hennar níu brúðir eru bylgjurnar, sem á
hana mala, og þær ^hræra skerja grotta’, það er: hræra
sjáfarkvörnina. Svipuð hugmynd er og i hinu kelt-
neska nafni ,Coirebfreacain’, er merkir ,ketil sjáfarins’;
ketill er hér sama sem Eddubrotið kallar .svelgr’, og
sama sem ,auga Gróttu’. þessi röst er á milli Júra og
Scarba í Suðureyjum, og fer sjórinn þar 17—18 ensk-
ar mílur á klukkustundu og gerir röst og hringiðu;
er það sagt óttalegt í hvassviðrum. í álnum á milli
Scarba og Lunga eru tveir æsilegir straumar og fara
I) Jafnvel menntaðir menn hafa látið sjá eptir sig orðið „Malm-
ström“ um röst, en af því sem hér er sagt, má sjá hversu rangt það
er. Hér er eigi verið að tala um málm, heldur um að mala á kvörn.