Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 111
III
á misvixl með ógurlegum ólátum og mynda hringiður
eins og trekt eða bolla, 40—50 fet að þvermæli; þenna
ál kalla Skotar „Bheallaich a Choin Ghlais“, er
merkir ’hvolpaskarð, eða eitthvað þess konar, en þeir
líktu sjáfargjálpinu við hundsgelt, og sama hugmynd
kemur fram hjá Hómer um hina frægu röst við
Messina, er hét Karybdis öðrumegin en hinumegin
var „Skylla“, „skelfingar bákn, feiknlegt ferlíki, full
meinstafa; ýlfrar óvættr ámátlega, hvolpi nýgotnum
næsta glíkt“. — Má af þessu sjá, að sjómenn hafi
bæði að fornu og nýju skoðað rastirnar svo sem eitt-
hvert hið voðalegasta og hættulegasta, er fyrir getur
komið á sjó, er þeir gjörðu úr þeim sjóskrímsli og aðra
furðalega töfrahluti.
Nú munum vér ljúka þessu máli með því að
skoða stuttlega lífið í hafinu og hafsbotninn.
J>rjátigi þúsund tegundir sjódýra hafa náttúru-
fræðingarnir þegar rannsakað og gefið nöfn, en án efa
eru miklu fleiri tegundir til, og dag frá degi finnast
ný dýr f sjónum, sem eigi hafa þekzt fyr. Um fjölda
einstaklinga þeirra, er sjóinn byggja, höfum vér enga
hugmynd. í einu pundi sands frá Vestur-Indíum taldi
d’Orbigny þrjár milliónir og 849,000 smádýra af teygju-
dýra-flokkinum (Rhizopoda); má og skilja að mikið
muni af þessu vera, þar sem heil jarðlög mörg þúsund
feta á þykt eru samansett af eintómum skeljum slíkra
dýra, er dáið hafa, og skelin ein orðið eptir. Sum-
staðar á hafinu hafa menn hitt á stór flæmi, meir en
fjórar milur á hvern veg, en svo þéttskipuð smákvik-
indum, að þau stóðu skipum fyrir siglingu; og svo
reiknaði Scoresby, að 80,000 manna mundu þurfa 5000
ár til þess að telja dýragrúann á einni ferhyrningsmílu
fimmtán faðma djúpt; hann varð fyrir þessu í norður-
höfunum. Skíðishvalirnir, sem nærast á slíkum smá-
dýrum, gleypa margar millíónir þeirra í hvert sinn, og