Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 112
112
yfir höfuð er það auðsætt, að því smávaxnari sem dýr-
in eru, því meiri eru þau að fjöldanum til. f>ess má
og geta, að þvi meira sem dýpkar, því færri verða
dýrin, en eigi hefir það sannazt að sjór væri aldauða
á 330 faðma djúpi, þvi mörg dýr halda sig ,miklu
dýpra; samt eru fáir fiskar dýpra en 230 faðma. Og
þótt birtan af sólarljósinu dofni æ því meir sem dýpra
kemur, þá finnast samt litfögur dýr á allmiklu djúpi.
Litfegurst eru dýrin í höfum hitabeltisins, en þó er
töluvert af fögrum dýrum í heimskautahöfunum; sama
er að segja um þangjurtirnar. Fæð eða fjöldi sjódýr-
anna fer og eigi eptir hnattstöðu, því að hitinn dreif-
ist miklu jafnara i sjónum en á þurrlendinu; það má
jafnvel ætla, að í hinum kaldari höfum sé enn meiri
dýragrúi en annarstaðar; vér gátum um hin smærstu
kvikindi, sem varla sjást nema í sjónauka; en hið sama
gildir og um miklu stærri dýr, einkum krabbategund-
ir og marglittur; allir vita hversu feykileg mergð
hlýtur að vera af kræklinginum, sem sjómenn róta
upp í beitifjörunni svo millíónum skiptir, og fara svo
hugsunarlaust að þessu, að allt er upp urið á stuttum
tíma nema eintóm kræða; en ef tvö eða þrjú ár væri
látin líða á milli, þá mundi beitan aldrei þverra, því
svo langan tíma þarf kræklingurinn til að vaxa, en
viðkoman er ákafiega mikil og lífseigjan þar eptir1.
Við Sikiley má eigi kraka eptir kórall nema tíunda
hvert ár, svo hann nái að vaxa.
I) Víða er kræklingur friðaður í útlöndum og lágir garðar hlaðnir,
þar sem sjór fellur út og að; víðast hvar mun hann hafður til beitu
(í Forth á Skotlandi á hverju ári 30—40 millíónir), en viða er hann
og etinn; i Aúguillon, á Frakklandi, er á ári hverju kræklingur seldur
fyrir meir en millíón króna. Sagt er hann sé óhollur átu á sumrÍD,
og kenna sumir það krossfiskaeggjum, er hann hafi nærzt á; en hvort
sem er, þá verður að eta hann með ediki og pipar, þvi það gjörir hann
ljúffengari og hollari.