Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 116
Um
„Corpvs poéticvm boreale“
The poetry of the old northern tongue
Edited &c by Ouðbraiul YígfÚSSOIl M. A.
and F. York Powell m. a.
Oxford 1883.
2 Voll.
Eptir Benedikt Gröndal.
í*að má ekki minna vera en vér minnumst með
fáeinum orðum á þessa bók, sem oss þykir einna
merkilegust þeirra er lengi hafa út komið. Hér eru
öll fornkvædi1 sett í eitt safn, og ætti það að vera
mörgum velkomið, því dýrt og ervitt er að elta kvæð-
in og vísurnar út um allar sögur og viðs vegar hver-
vetna; ekki sízt þar sem allt þetta er fullt af óheppi-
legum og röngum lesháttum, er víða trufla alla mein-
ingu og löngum hafa leitt menn í ófærur. En í þessu
efni hefir Guðbrandur, sem í rauninni er aðal-höfund-
ur verksins, rýmt svo miklu af þessu áburtu, oggjört
refilstigu hinnar skáldlegu fornaldar víða svo sléttaog
greiða, og sumstaðar opnað svo vítt og fagurt útsýni
í hinum liðna töfraheimi, að vér hljótum nauðugir vilj-
ugir að játa, að hann hefir með þessu verki reist sér
„lofköst þann er lengi stendr óbrotgjarn í bragar túni“;
I) Ekki „fornkvæði“ i þeirri merkingu sem höfð var þá er Jón
Sigurðsson og Sv. Grundtvig gáfu út „íslenzk fornkvæði11, því það voru
í rauninni engin fornkvæði. (Sbr. Corp. Vol. II. 389).