Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 118
118
Vér skulum fyrst drepa stuttlega á innihald og
niðurskiptingu bókarinnar. Fyrst er inngangur (Introdu-
ction) í 20 greinum, og segir þar fyrst frá apturför
og endurlífgan fornaldarþekkingar á íslandi, frá Arn-
grimi lærða, Birni á Skarðsá, Brynjúlfi biskupi, og
fleiru; þá er talað um nafnið „Edda“ og um sögu
Eddu-handritanna; þá kemur um handrit, um niður-
skipan Eddu-kviðanna og nær þeim hafi verið safnað
saman; þá er um dróttkveðinn skáldskap og hirð-
kvæði (Court Poetry), um endurbót leshátta, útgáfur
og skýringar, og margt fleira, mjög lærdómsríkt og
nytsamt þeim er stunda þessi fræði. Eptir þetta kem-
ur sjálft kvæða-safnið í tíu „bókum“ eður aðalflokkum
eins og „vé vaða vígra manna“, og er þetta hið helzta
í þeim:
1. Elztu norræn kvæði (Hávamál, Fafnismál* 1,
Sigrdrifumál, Atlamál in grænlenzku, Hamdismál
o. s. frv).
2. Elztu „vestræn“ kvæði (Vafþrúðnismál, Grimn-
ismál, Alvíssmál, gátur Heiðreks (!), „Svipdagsmál11,
Lokasenna, Skírnismál. Hárbarðsljóð o. s. frv.).
3. Gömul „vestræn“ kvæði (Helga-kviðurnar,
Völsunga-kviða in forna, Völundar-kviða, þ>ryms-kviða,
Grótta-söngr, Bjarkamál, Völuspá, Sólarljóð).
4. Gömul söguljóð (Hýmiskviða, Hyndluljóð,
Rígsþula, Ynglingatal, Háleygjatal, Eireksmál, Hákon-
armál, Hrafnsmál Hornklofa, Höfuðlausn Egils, Arin-
bjarnar drápa, Sona Torrek, Darraðarljóð).
5. Yngstu söguljóð (Gripis spá, Brynhildar-kvið-
frá voru sjónarmiði eru þetta „Suðurlönd“ og „sunnan um haf“ (sjá
bls. 120. ath. I).
1) Eg nefni hér kvæðin þeim nöfnum sem vér höfum vanizt, en
höfundurinn nefnir þau mörg hver öðruvís, og Iagar þau eptir ensku
hljóði.