Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 120
120
dvalið á Englandi írlandi Skotlandi Hjaltlandi Orkn-
eyjum og Suðureyjum, því á öllum þessum stöðum
voru fjölmargir íslendingar er hurfu aptur til átthaga
sinna, sumir voru norskir að ætt eða Norðmenn og
fóru til íslands alveg og gjörðust íslendingar, sumir
urðu landnámsmenn en sumir komu eptir landnám —
eg neyðist til að tögla þetta upp aptur þótt allir viti
það — þegar eg á að striða við þrjózku og þráa,
sem eigi vill sjá það sem er sólinni bjartara og deg-
inum ljósara — hvort sem þessir menn nú voru skáld
eður eigi, þá hafa þeir hlotið að flytja vestrænar og
útlendar hugmyndir til íslands; þessu höfum vér ald-
rei neitað og eg hefi minnzt á það fyrir mörgum árum
i Gefn 1873 bls. 12—15, þar sem eg hef tekið fram
áhrif „engilsaxnesku “og fornþýzku á íslenzkan skáld-
skap, því að þessi skáldskapur á sér fleiri rætur en
eina; hann er eigi kominn frá keltnesku eingöngu,
en margt hefir sameinazt til að mynda hann: keltneska
á vesturlöndum1, saxneska á Englandi og fjóðverja-
landi, gotneska, latneska og gríska, slafnesk mál og
austurlanda mál og finnska, og tjáir eigi að einangra
allt við vesturlönd, þótt eðlilegt sé að þeirra gæti
einna mest, af því að við þau var samgangan mest.
Guðbrandi verður sjálfum einusinni (óvart?) að orði,
að Egill kunni að hafa haft heim með sér hugmynd
vestan um haf (Vol. II 572), þar sem stendur að hann
hafi mælt v fyrir framan r: „vrungo varrar Gungnis“ :
„an archaic form, an evidence that Egil pronounced
wr (owing to his long sojourn in England ?) ogVol.
I 550 talar hann um „hálf-kristnar hugmyndir, sem
Egill hafi íengið af langri dvöl á Englandi“. — Eg
skal nú telja nokkur dæmi til samlíkingar á milli þess
I) Englandi, Bretlandi (Wales), írlandi, Skotlandi, Hjaltlandi, Orkn-
eyjum, Mön, Vestureyjum (Suðureyjum = Hebrides).